Tímabært að opna gjörgæslu á geðdeild Landspítalans Helga Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2013 21:45 Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. Í fréttum í gær var sagt frá 22 ára pilti Hersi Þór Péturssyni sem sloppið hefur í fjórgang út af geðdeild. Hann var sviptur sjálfræði tímabundið vegna alvarlegra geðraskana og fíknefnavanda. Hersir strauk frá deildinni í fyrrakvöld og hefur ekkert til hans spurst. Móðir hans gagnrýndi að fá úrræði væru til staðar í geðheilbrigðiskerfinu fyrir svona alvarlega veika einstaklinga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri á geðsviði Landspítalans segir brýnt að aðskilja hjúkrun hinna veikustu og þeirra sem eru minna veikir. „Auðvitað kemur það stundum fyrir að fólk í rauninni er ekki sátt við að vera hjá okkur og vill fara út. Undanfarin ár finnst mér í vaxandi mæli hafa borið á því að fólk hefur brotist út. Geðdeildir eru ekki fangelsi, þetta er ekki heldur réttargeðdeild. Þetta eru almennar móttökudeildir og við þurfum í rauninni að geta haft þær öruggari án þess að breyta þeim í rammgert fangelsi." Hann segir löngu tímabært að komið verði á fót gjörgæslu innan geðdeildar sem tíðkist erlendis. „Þá breytum við einni af fjórum móttökudeildum hérna í húsinu hjá okkur í svokallaða geðgjörgæsludeild og við stefnum að því að fara í það á þessu ári. Þarna yrði meira rými, auknir möguleikar á því að aðskilja fólk og í rauninni öruggara umhverfi með öflugra eftirliti, þar sem fólk getur síður skaðað sig og búið við betri aðstæður." Hann segir mögulegt að opna geðgjörgæslu í september. Geðdeildin hefur þurft að skera niður um tæplega fjórðung frá hruni. Páll segir geðgjörgæslu kosta um 120 milljónir en deildin hafi fengið um 40 milljónir til að opna slíka deild. „Við þurfum meiri pening til og við verðum að finna hann í rauninni úr okkar rekstri bara til þess að ná trabant útgáfunni ef svo má segja af svona geðgjörgæsludeild, en við getum bara ekki beðið með það," segir Páll Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. Í fréttum í gær var sagt frá 22 ára pilti Hersi Þór Péturssyni sem sloppið hefur í fjórgang út af geðdeild. Hann var sviptur sjálfræði tímabundið vegna alvarlegra geðraskana og fíknefnavanda. Hersir strauk frá deildinni í fyrrakvöld og hefur ekkert til hans spurst. Móðir hans gagnrýndi að fá úrræði væru til staðar í geðheilbrigðiskerfinu fyrir svona alvarlega veika einstaklinga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri á geðsviði Landspítalans segir brýnt að aðskilja hjúkrun hinna veikustu og þeirra sem eru minna veikir. „Auðvitað kemur það stundum fyrir að fólk í rauninni er ekki sátt við að vera hjá okkur og vill fara út. Undanfarin ár finnst mér í vaxandi mæli hafa borið á því að fólk hefur brotist út. Geðdeildir eru ekki fangelsi, þetta er ekki heldur réttargeðdeild. Þetta eru almennar móttökudeildir og við þurfum í rauninni að geta haft þær öruggari án þess að breyta þeim í rammgert fangelsi." Hann segir löngu tímabært að komið verði á fót gjörgæslu innan geðdeildar sem tíðkist erlendis. „Þá breytum við einni af fjórum móttökudeildum hérna í húsinu hjá okkur í svokallaða geðgjörgæsludeild og við stefnum að því að fara í það á þessu ári. Þarna yrði meira rými, auknir möguleikar á því að aðskilja fólk og í rauninni öruggara umhverfi með öflugra eftirliti, þar sem fólk getur síður skaðað sig og búið við betri aðstæður." Hann segir mögulegt að opna geðgjörgæslu í september. Geðdeildin hefur þurft að skera niður um tæplega fjórðung frá hruni. Páll segir geðgjörgæslu kosta um 120 milljónir en deildin hafi fengið um 40 milljónir til að opna slíka deild. „Við þurfum meiri pening til og við verðum að finna hann í rauninni úr okkar rekstri bara til þess að ná trabant útgáfunni ef svo má segja af svona geðgjörgæsludeild, en við getum bara ekki beðið með það," segir Páll
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira