Tímabært að opna gjörgæslu á geðdeild Landspítalans Helga Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2013 21:45 Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. Í fréttum í gær var sagt frá 22 ára pilti Hersi Þór Péturssyni sem sloppið hefur í fjórgang út af geðdeild. Hann var sviptur sjálfræði tímabundið vegna alvarlegra geðraskana og fíknefnavanda. Hersir strauk frá deildinni í fyrrakvöld og hefur ekkert til hans spurst. Móðir hans gagnrýndi að fá úrræði væru til staðar í geðheilbrigðiskerfinu fyrir svona alvarlega veika einstaklinga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri á geðsviði Landspítalans segir brýnt að aðskilja hjúkrun hinna veikustu og þeirra sem eru minna veikir. „Auðvitað kemur það stundum fyrir að fólk í rauninni er ekki sátt við að vera hjá okkur og vill fara út. Undanfarin ár finnst mér í vaxandi mæli hafa borið á því að fólk hefur brotist út. Geðdeildir eru ekki fangelsi, þetta er ekki heldur réttargeðdeild. Þetta eru almennar móttökudeildir og við þurfum í rauninni að geta haft þær öruggari án þess að breyta þeim í rammgert fangelsi." Hann segir löngu tímabært að komið verði á fót gjörgæslu innan geðdeildar sem tíðkist erlendis. „Þá breytum við einni af fjórum móttökudeildum hérna í húsinu hjá okkur í svokallaða geðgjörgæsludeild og við stefnum að því að fara í það á þessu ári. Þarna yrði meira rými, auknir möguleikar á því að aðskilja fólk og í rauninni öruggara umhverfi með öflugra eftirliti, þar sem fólk getur síður skaðað sig og búið við betri aðstæður." Hann segir mögulegt að opna geðgjörgæslu í september. Geðdeildin hefur þurft að skera niður um tæplega fjórðung frá hruni. Páll segir geðgjörgæslu kosta um 120 milljónir en deildin hafi fengið um 40 milljónir til að opna slíka deild. „Við þurfum meiri pening til og við verðum að finna hann í rauninni úr okkar rekstri bara til þess að ná trabant útgáfunni ef svo má segja af svona geðgjörgæsludeild, en við getum bara ekki beðið með það," segir Páll Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. Í fréttum í gær var sagt frá 22 ára pilti Hersi Þór Péturssyni sem sloppið hefur í fjórgang út af geðdeild. Hann var sviptur sjálfræði tímabundið vegna alvarlegra geðraskana og fíknefnavanda. Hersir strauk frá deildinni í fyrrakvöld og hefur ekkert til hans spurst. Móðir hans gagnrýndi að fá úrræði væru til staðar í geðheilbrigðiskerfinu fyrir svona alvarlega veika einstaklinga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri á geðsviði Landspítalans segir brýnt að aðskilja hjúkrun hinna veikustu og þeirra sem eru minna veikir. „Auðvitað kemur það stundum fyrir að fólk í rauninni er ekki sátt við að vera hjá okkur og vill fara út. Undanfarin ár finnst mér í vaxandi mæli hafa borið á því að fólk hefur brotist út. Geðdeildir eru ekki fangelsi, þetta er ekki heldur réttargeðdeild. Þetta eru almennar móttökudeildir og við þurfum í rauninni að geta haft þær öruggari án þess að breyta þeim í rammgert fangelsi." Hann segir löngu tímabært að komið verði á fót gjörgæslu innan geðdeildar sem tíðkist erlendis. „Þá breytum við einni af fjórum móttökudeildum hérna í húsinu hjá okkur í svokallaða geðgjörgæsludeild og við stefnum að því að fara í það á þessu ári. Þarna yrði meira rými, auknir möguleikar á því að aðskilja fólk og í rauninni öruggara umhverfi með öflugra eftirliti, þar sem fólk getur síður skaðað sig og búið við betri aðstæður." Hann segir mögulegt að opna geðgjörgæslu í september. Geðdeildin hefur þurft að skera niður um tæplega fjórðung frá hruni. Páll segir geðgjörgæslu kosta um 120 milljónir en deildin hafi fengið um 40 milljónir til að opna slíka deild. „Við þurfum meiri pening til og við verðum að finna hann í rauninni úr okkar rekstri bara til þess að ná trabant útgáfunni ef svo má segja af svona geðgjörgæsludeild, en við getum bara ekki beðið með það," segir Páll
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira