Tímabært að opna gjörgæslu á geðdeild Landspítalans Helga Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2013 21:45 Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. Í fréttum í gær var sagt frá 22 ára pilti Hersi Þór Péturssyni sem sloppið hefur í fjórgang út af geðdeild. Hann var sviptur sjálfræði tímabundið vegna alvarlegra geðraskana og fíknefnavanda. Hersir strauk frá deildinni í fyrrakvöld og hefur ekkert til hans spurst. Móðir hans gagnrýndi að fá úrræði væru til staðar í geðheilbrigðiskerfinu fyrir svona alvarlega veika einstaklinga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri á geðsviði Landspítalans segir brýnt að aðskilja hjúkrun hinna veikustu og þeirra sem eru minna veikir. „Auðvitað kemur það stundum fyrir að fólk í rauninni er ekki sátt við að vera hjá okkur og vill fara út. Undanfarin ár finnst mér í vaxandi mæli hafa borið á því að fólk hefur brotist út. Geðdeildir eru ekki fangelsi, þetta er ekki heldur réttargeðdeild. Þetta eru almennar móttökudeildir og við þurfum í rauninni að geta haft þær öruggari án þess að breyta þeim í rammgert fangelsi." Hann segir löngu tímabært að komið verði á fót gjörgæslu innan geðdeildar sem tíðkist erlendis. „Þá breytum við einni af fjórum móttökudeildum hérna í húsinu hjá okkur í svokallaða geðgjörgæsludeild og við stefnum að því að fara í það á þessu ári. Þarna yrði meira rými, auknir möguleikar á því að aðskilja fólk og í rauninni öruggara umhverfi með öflugra eftirliti, þar sem fólk getur síður skaðað sig og búið við betri aðstæður." Hann segir mögulegt að opna geðgjörgæslu í september. Geðdeildin hefur þurft að skera niður um tæplega fjórðung frá hruni. Páll segir geðgjörgæslu kosta um 120 milljónir en deildin hafi fengið um 40 milljónir til að opna slíka deild. „Við þurfum meiri pening til og við verðum að finna hann í rauninni úr okkar rekstri bara til þess að ná trabant útgáfunni ef svo má segja af svona geðgjörgæsludeild, en við getum bara ekki beðið með það," segir Páll Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. Í fréttum í gær var sagt frá 22 ára pilti Hersi Þór Péturssyni sem sloppið hefur í fjórgang út af geðdeild. Hann var sviptur sjálfræði tímabundið vegna alvarlegra geðraskana og fíknefnavanda. Hersir strauk frá deildinni í fyrrakvöld og hefur ekkert til hans spurst. Móðir hans gagnrýndi að fá úrræði væru til staðar í geðheilbrigðiskerfinu fyrir svona alvarlega veika einstaklinga. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri á geðsviði Landspítalans segir brýnt að aðskilja hjúkrun hinna veikustu og þeirra sem eru minna veikir. „Auðvitað kemur það stundum fyrir að fólk í rauninni er ekki sátt við að vera hjá okkur og vill fara út. Undanfarin ár finnst mér í vaxandi mæli hafa borið á því að fólk hefur brotist út. Geðdeildir eru ekki fangelsi, þetta er ekki heldur réttargeðdeild. Þetta eru almennar móttökudeildir og við þurfum í rauninni að geta haft þær öruggari án þess að breyta þeim í rammgert fangelsi." Hann segir löngu tímabært að komið verði á fót gjörgæslu innan geðdeildar sem tíðkist erlendis. „Þá breytum við einni af fjórum móttökudeildum hérna í húsinu hjá okkur í svokallaða geðgjörgæsludeild og við stefnum að því að fara í það á þessu ári. Þarna yrði meira rými, auknir möguleikar á því að aðskilja fólk og í rauninni öruggara umhverfi með öflugra eftirliti, þar sem fólk getur síður skaðað sig og búið við betri aðstæður." Hann segir mögulegt að opna geðgjörgæslu í september. Geðdeildin hefur þurft að skera niður um tæplega fjórðung frá hruni. Páll segir geðgjörgæslu kosta um 120 milljónir en deildin hafi fengið um 40 milljónir til að opna slíka deild. „Við þurfum meiri pening til og við verðum að finna hann í rauninni úr okkar rekstri bara til þess að ná trabant útgáfunni ef svo má segja af svona geðgjörgæsludeild, en við getum bara ekki beðið með það," segir Páll
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira