Segjast knúnir í þrot vegna ólöglegra lána Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2013 07:00 Bankar halda í fjölda tilvika til streitu kröfum í þrotabú fyrirtækja vegna gengisbundinna lána án þess að laga þær til samræmis við fallna dóma.Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi eigendur fjögurra gjaldþrota fyrirtækja úr ólíkum geirum ætla að leita réttar síns gagnvart Landsbankanum og Arion banka eftir að fyrirtæki þeirra voru knúin í þrot á grundvelli gengisbundinna lána sem síðar voru dæmd ólögleg. Bankarnir tveir hafa ekki leiðrétt kröfur sínar í þrotabú fyrirtækjanna í samræmi við fallna dóma um gengisbundin lán. Málin eru misstór en stærst er mál sjávarútvegsfyrirtækis með gengisbundið lán upp á 6,9 milljarða króna. Sé lánið reiknað upp í samræmi við fallna dóma Hæstaréttar ætti krafan að hljóða upp á 3 milljarða króna. Næststærst er mál iðnfyrirtækis þar sem banki krafðist 1,2 milljarða króna en endurreiknað lán ætti að hljóða upp á 420 milljónir. Þá var fasteignafyrirtæki knúið í þrot á grundvelli 660 milljóna króna kröfu og vélasala vegna 103 milljóna króna gengisbundins láns. Í öllum þessum tilvikum telja fyrrverandi eigendur fyrirtækjanna að þau hefðu getað staðið undir leiðréttri skuld. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður segir undirbúning bótakrafna mislangt kominn. „Staðan hefur verið mjög erfið fyrir þessa aðila en nú eru sumir að ná vopnum sínum á ný," segir hann og telur að sambærileg mál séu mörg. „Ein ástæða þess að þessi mál eru að dúkka aftur upp núna er af því að bankarnir lýsa óleiðréttum kröfum í þrotabú, í stað þess að endurreikna kröfurnar. Þar með eru bankarnir að öllum líkindum að ganga á rétt annarra kröfuhafa enda gera þeir vísvitandi kröfu um meiri greiðslur úr búinu en þeir eiga í raun rétt til." Í tilvikum þar sem búið er að gera upp þrotabú og greiða bönkunum óleiðrétt lán telur Páll Rúnar aðra kröfuhafa eiga skaðabótarétt. Mikilvægt sé því að stórir kröfuhafar, svo sem lífeyrissjóðir, skoði rétt sinn gagnvart bönkunum sem kunni að hafa haft meira út úr mörgum gjaldþrotaskiptum en þeir hafi átt rétt á. „Hafið er yfir allan vafa að þarna eiga margir, hluthafar sem fyrirtæki, bótarétt sem nauðsynlegt er að sækja," segir Páll Rúnar. „Þarna hafa frumkvöðlar glatað ævistarfi sínu, starfsmenn atvinnu sinni og samfélagið í heild glatað þeim jákvæðu kröftum sem felast í vel reknum fyrirtækjum." Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Fyrrverandi eigendur fjögurra gjaldþrota fyrirtækja úr ólíkum geirum ætla að leita réttar síns gagnvart Landsbankanum og Arion banka eftir að fyrirtæki þeirra voru knúin í þrot á grundvelli gengisbundinna lána sem síðar voru dæmd ólögleg. Bankarnir tveir hafa ekki leiðrétt kröfur sínar í þrotabú fyrirtækjanna í samræmi við fallna dóma um gengisbundin lán. Málin eru misstór en stærst er mál sjávarútvegsfyrirtækis með gengisbundið lán upp á 6,9 milljarða króna. Sé lánið reiknað upp í samræmi við fallna dóma Hæstaréttar ætti krafan að hljóða upp á 3 milljarða króna. Næststærst er mál iðnfyrirtækis þar sem banki krafðist 1,2 milljarða króna en endurreiknað lán ætti að hljóða upp á 420 milljónir. Þá var fasteignafyrirtæki knúið í þrot á grundvelli 660 milljóna króna kröfu og vélasala vegna 103 milljóna króna gengisbundins láns. Í öllum þessum tilvikum telja fyrrverandi eigendur fyrirtækjanna að þau hefðu getað staðið undir leiðréttri skuld. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður segir undirbúning bótakrafna mislangt kominn. „Staðan hefur verið mjög erfið fyrir þessa aðila en nú eru sumir að ná vopnum sínum á ný," segir hann og telur að sambærileg mál séu mörg. „Ein ástæða þess að þessi mál eru að dúkka aftur upp núna er af því að bankarnir lýsa óleiðréttum kröfum í þrotabú, í stað þess að endurreikna kröfurnar. Þar með eru bankarnir að öllum líkindum að ganga á rétt annarra kröfuhafa enda gera þeir vísvitandi kröfu um meiri greiðslur úr búinu en þeir eiga í raun rétt til." Í tilvikum þar sem búið er að gera upp þrotabú og greiða bönkunum óleiðrétt lán telur Páll Rúnar aðra kröfuhafa eiga skaðabótarétt. Mikilvægt sé því að stórir kröfuhafar, svo sem lífeyrissjóðir, skoði rétt sinn gagnvart bönkunum sem kunni að hafa haft meira út úr mörgum gjaldþrotaskiptum en þeir hafi átt rétt á. „Hafið er yfir allan vafa að þarna eiga margir, hluthafar sem fyrirtæki, bótarétt sem nauðsynlegt er að sækja," segir Páll Rúnar. „Þarna hafa frumkvöðlar glatað ævistarfi sínu, starfsmenn atvinnu sinni og samfélagið í heild glatað þeim jákvæðu kröftum sem felast í vel reknum fyrirtækjum."
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira