Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2013 11:19 Ola Borten Moe í Ráðherrabústaðnum í gær. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg." Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg."
Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37