Aðeins á valdi færustu hellakafara að skoða Silfru Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2013 18:45 Það er aðeins á valdi færustu hellakafara að skoða gjánna Silfru þar sem hún er hvað dýpst. Þeir sem hafi lent í slysum í gjánni þekki ekki aðstæður nógu vel, segir köfunarkennari. Fjölmargir leggja leið sína á Þingvelli á hverju ári til að kafa í Silfru. Nú hefur verið ákveðið að banna köfun á meira en 18 metra dýpi í gjánni. Það er meðal annars gert vegna slysa sem orðið hafa í gjánni og til að reyna að tryggja öryggi kafara þar. Rétt fyrir ármótin lést karlmaður á fertugsaldri í köfunarslysi í gjánni þegar hann var að kafa á 40 metra dýpi. Hann er annar maðurinn á aðeins um tveimur og hálfu ári sem lætur lífið við köfun í gjánni. Anna María Einarsdóttir köfunarkennari segir félaga í Sportköfunarfélagi Íslands fagna því að settar séu reglur um köfun í Silfru. „Þetta náttúrulega snýst fyrst og fremst um bara að reyna að tryggja öryggi þeirra kafara sem ekki eru vanir þessum aðstæðum þannig að við fögnum öllu því sem að Þingvallanefnd er að gera núna." Hún segir dæmi um að kafarar sem þekki ekki Silfru fari dýpra en þeir ráði við. „Það eru einhver dæmi um það að fólk sé að fara svolítið fram úr sjálfu sér þegar það kemur hér úr heitum sjó. Kemur hér í fyrsta skipti kannski í þurrbúning og fer svo niður á dýpi sem það ræður ekki við við þessar aðstæður." Köfun í gjánni sé krefjandi þegar komið er niður fyrir átján metrana. Loftnotkun verði meiri eftir því sem dýpra er farið og þá þurfi kafarar að vera í þurrbúningum í gjánni í stað blautbúninga og köfun í þeim sé flóknari. „Það er fólk sem er ekki staðkunnugt sem að hefur lent í þeim slysum sem hafa orðið hér í Silfru því miður." Hún segir það ekki skemma fyrir köfurum að komast framvegis ekki neðar en á 18 metra dýpi. Hingað til hafa kafarar verið að fara niður á allt að sextíu metra dýpi í gjánni. „Þetta er mjög þröngt og lítil gjá þannig að þetta er ekki á færi nema allra færustu hellakafara að gera það og þá með sérstakan búnað og kafa eftir línu og annað slíkt." Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Það er aðeins á valdi færustu hellakafara að skoða gjánna Silfru þar sem hún er hvað dýpst. Þeir sem hafi lent í slysum í gjánni þekki ekki aðstæður nógu vel, segir köfunarkennari. Fjölmargir leggja leið sína á Þingvelli á hverju ári til að kafa í Silfru. Nú hefur verið ákveðið að banna köfun á meira en 18 metra dýpi í gjánni. Það er meðal annars gert vegna slysa sem orðið hafa í gjánni og til að reyna að tryggja öryggi kafara þar. Rétt fyrir ármótin lést karlmaður á fertugsaldri í köfunarslysi í gjánni þegar hann var að kafa á 40 metra dýpi. Hann er annar maðurinn á aðeins um tveimur og hálfu ári sem lætur lífið við köfun í gjánni. Anna María Einarsdóttir köfunarkennari segir félaga í Sportköfunarfélagi Íslands fagna því að settar séu reglur um köfun í Silfru. „Þetta náttúrulega snýst fyrst og fremst um bara að reyna að tryggja öryggi þeirra kafara sem ekki eru vanir þessum aðstæðum þannig að við fögnum öllu því sem að Þingvallanefnd er að gera núna." Hún segir dæmi um að kafarar sem þekki ekki Silfru fari dýpra en þeir ráði við. „Það eru einhver dæmi um það að fólk sé að fara svolítið fram úr sjálfu sér þegar það kemur hér úr heitum sjó. Kemur hér í fyrsta skipti kannski í þurrbúning og fer svo niður á dýpi sem það ræður ekki við við þessar aðstæður." Köfun í gjánni sé krefjandi þegar komið er niður fyrir átján metrana. Loftnotkun verði meiri eftir því sem dýpra er farið og þá þurfi kafarar að vera í þurrbúningum í gjánni í stað blautbúninga og köfun í þeim sé flóknari. „Það er fólk sem er ekki staðkunnugt sem að hefur lent í þeim slysum sem hafa orðið hér í Silfru því miður." Hún segir það ekki skemma fyrir köfurum að komast framvegis ekki neðar en á 18 metra dýpi. Hingað til hafa kafarar verið að fara niður á allt að sextíu metra dýpi í gjánni. „Þetta er mjög þröngt og lítil gjá þannig að þetta er ekki á færi nema allra færustu hellakafara að gera það og þá með sérstakan búnað og kafa eftir línu og annað slíkt."
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira