Innlent

Eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af ástandinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dauða síldin skoðuð.
Dauða síldin skoðuð.
Eðlilegt er að íbúar á Grundarfirði hafi áhyggjur af eftirmálum síldardauðans í Kolgrafafirði, segir Björn Steinar Pálmason, sveitastjóri „Mikilvægt er að þeir séu upplýsitir um viðbragðsáæltun og drög séu kynnt á fyrirhuguðum fundum með bæjarstjórn, landeigendum go öðrum hlutaðeigandi aðilum til þess að fara yfir málið og ræða næstu skref. Mikilvægt er að þetta gerist hið allra fyrsta," segir í bréfi sem Björn Steinar sendi Umhverfisstofnun.

Björn segir að bæjarstjórn Grundarfjarðarhafni algerlega að það sé landeigenda eða sveitarfélagsins að bera ábyrgð eða kostnað vegna þessa atburðar. „Það er mat bæjarstjórnar Grundarfjarðar að það sé í höndum Umhverfisstofnunar að bregðast við með viðeigandi hætti og því fer bæjarstjórnin fram á það við stofnunina að án tafar verði unnin viðbragðsáætlun vegna þess skaða sem fyrirsjáanlegur er á lífríki fjarðarins, fuglalífi sem og þeim óþrifnaði og ólykt sem þetta verður," segir í bréfinu.

Hafrannsóknarstofnun telur að það séu um 30 þúsund tonn af síld sem liggi dauð um Kolgrafafjörðinn. Bæjarstjórnin hafi miklar áhyggur af þessum hlutum, enda leggi mikinn óþef af síldinni sem berist um allan fjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×