Innlent

Áhugaljósmyndarinn í gæsluvarðhald

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn sem gengið hefur undir nafninu „Áhugaljósmyndarinn Eyþór" var í dag úrskurðaður í gærsluvarðhald til 1. febrúar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlkum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í samtali við fréttastofu fyrir stundu. Maðurinn sem um ræðir er á þrítugsaldri.

Maðurinn var í haldi lögreglu liðna nótt en talið er að hann hafi boðið börnum og unglingum greiðslur fyrir að sitja fyrir nakin. Lögreglunni höfðu borist kærur í gær og Friðrik Smári staðfestir að fleiri kærur hafi borist lögreglu í dag. Hann gat þó ekki staðfest hve margar kærurnar væru.





Hér að ofan má sjá skjáskot af samskiptum áhugaljósmyndarans við börn og ungmenni í gegnum samskiptasíðuna Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×