Símakrókur, húsbóndaherbergi, bílastæði Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar