Innlent

Bílvelta á Hellisheiði

Gunnar Valþórsson skrifar
Varað er við hálku víða um land.
Varað er við hálku víða um land. Mynd úr safni.
Jeppabifreið valt á Hellisheiði, eða efst í Hveradalsbrekkunni um sex leytið í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er um minniháttar meiðsl að ræða á fólki en tveir voru í bílnum. Mikil hálka er nú á heiðinni og líklegt að það sé orsök slyssins. Bílinn þurfti að fjarlægja með aðstoð dráttarbíls.

Vegagerðin varar við hálkublettum á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Um norðanvert landið er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði en hálkublettir eru á Vatnsskarði og Víkurskarði. Hálkublettir eru einnig við Mývatn, á Mývatnsheiði, Hólasandi og Mývatnsöræfum.

Þá er vert að athuga að Múlagöng verða lokuð í nótt, aðfaranótt fimmudags frá kl. 23.00 til kl. 06.30. Viðbragðsaðilar geta farið um göngin án tafa þótt lokun standi yfir. Vegagerðin vonar að vegfarendur taki þessu vel og sýni ýtrustu aðgát við akstur meðan á framkvæmdum stendur, fyrir og eftir lokanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×