Miklar vangaveltur um varaformennsku 18. febrúar 2013 06:00 Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til formennsku í Vinstri grænum. Enginn hefur gefið kost á sér enn í embætti varaformanns. Fréttablaðið/Stefán Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ganga til kosninga með nýja forystu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, tilkynnti um það á laugardag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og Katrín Jakobsdóttir, varaformaðurinn, lýsti því yfir í gær að hún sæktist eftir formennskunni. Fátt getur komið í veg fyrir að Katrín verði formaður flokksins. Hún hefur gegnt varaformennsku síðan árið 2003 og verið nokkuð óumdeildur arftaki Steingríms. Helst hefur Svandís Svavarsdóttir verið nefnd sem mögulegur keppinautur Katrínar en hún sagði í fjölmiðlum í gær að hún hygðist hvorki bjóða sig fram til formanns né varaformanns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er staddur á Indlandi. Hann segir eðlilegt að menn fái tækifæri til að viðra óskir sínar á næstu dögum varðandi forystu í flokknum. Hvað hann varðar segir hann: „Frá stofnun flokksins hef ég aldrei íhugað að bjóða mig fram til formennsku, þrátt fyrir ítrekaðar vangaveltur þar að lútandi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að miklar hræringar séu farnar af stað í þá átt að Björn Valur Gíslason verði varaformaður. Hann er þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi en gaf kost á sér í efsta sæti listans í forvalinu í Reykjavík. Þar endaði hann í 6. sæti. Björn Valur vildi ekki segja af eða á um framboð sitt þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég hef fengið hvatningu og áskoranir frá fólki sem ég tek mark á varðandi varaformennskuna en vil að öðru leyti ekki tjá mig um það í bili.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að um nokkurt skeið hafi staðið yfir hreyfingar um að koma Birni Val ofar á framboðslistann í Reykjavík. Þeim er ekki lokið en dregist hefur að kynna lista flokksins í kjördæmunum tveimur. Árni Þór Sigurðsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Það þykir vinna gegn honum að hann kemur einnig úr Reykjavík, var með Katrínu í borgarpólitíkinni. Þá er einnig horft til yngri kandídata og hefur nafn Edwards Huijbens verið nefnt til sögunnar. Hann skipar þriðja sæti framboðslistans í Norðausturkjördæmi. Edward var nýlentur í Leifsstöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær og sagðist ekkert hafa velt slíkum hlutum fyrir sér. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ganga til kosninga með nýja forystu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, tilkynnti um það á laugardag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og Katrín Jakobsdóttir, varaformaðurinn, lýsti því yfir í gær að hún sæktist eftir formennskunni. Fátt getur komið í veg fyrir að Katrín verði formaður flokksins. Hún hefur gegnt varaformennsku síðan árið 2003 og verið nokkuð óumdeildur arftaki Steingríms. Helst hefur Svandís Svavarsdóttir verið nefnd sem mögulegur keppinautur Katrínar en hún sagði í fjölmiðlum í gær að hún hygðist hvorki bjóða sig fram til formanns né varaformanns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er staddur á Indlandi. Hann segir eðlilegt að menn fái tækifæri til að viðra óskir sínar á næstu dögum varðandi forystu í flokknum. Hvað hann varðar segir hann: „Frá stofnun flokksins hef ég aldrei íhugað að bjóða mig fram til formennsku, þrátt fyrir ítrekaðar vangaveltur þar að lútandi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að miklar hræringar séu farnar af stað í þá átt að Björn Valur Gíslason verði varaformaður. Hann er þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi en gaf kost á sér í efsta sæti listans í forvalinu í Reykjavík. Þar endaði hann í 6. sæti. Björn Valur vildi ekki segja af eða á um framboð sitt þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég hef fengið hvatningu og áskoranir frá fólki sem ég tek mark á varðandi varaformennskuna en vil að öðru leyti ekki tjá mig um það í bili.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að um nokkurt skeið hafi staðið yfir hreyfingar um að koma Birni Val ofar á framboðslistann í Reykjavík. Þeim er ekki lokið en dregist hefur að kynna lista flokksins í kjördæmunum tveimur. Árni Þór Sigurðsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Það þykir vinna gegn honum að hann kemur einnig úr Reykjavík, var með Katrínu í borgarpólitíkinni. Þá er einnig horft til yngri kandídata og hefur nafn Edwards Huijbens verið nefnt til sögunnar. Hann skipar þriðja sæti framboðslistans í Norðausturkjördæmi. Edward var nýlentur í Leifsstöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær og sagðist ekkert hafa velt slíkum hlutum fyrir sér.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira