Leggja til hækkun á stökum sundmiða Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. febrúar 2013 06:30 Sjálfstæðismönnum þykir furðulegt að hefja eigi framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári en ekki eigi að bæta laugarker í Laugardalslaug fyrr en eftir þrjú ár. Mynd/Vilhelm Aðgangseyrir í sundlaugar Reykjavíkurborgar ætti að fjármagna 70 prósent af rekstrarkostnaði lauganna, öðrum en fasteignakostnaði, frá árinu 2015. Til þess að svo geti orðið þarf að auka tekjurnar um 94 milljónir á ári, sem samsvarar 170 þúsund stökum gjöldum fullorðinna í sund. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps borgarinnar um framtíðarsýn sundlauganna. Aðgangseyrir og aðrar tekjur sundlauganna eru nú tæplega 60 prósent af kostnaði þegar ekki er tekið tillit til fasteignakostnaðar. Heildartekjur lauganna árið 2011 voru 557,8 milljónir króna. Hópurinn áréttar í skýrslunni þrjú meginstef í gjaldskrárstefnu. Í fyrsta lagi segir hópurinn mikilvægt að standa vörð um stórnotendur og barnafjölskyldur. Í öðru lagi vill hópurinn að eldri borgarar fái ekki ókeypis í sund eins og nú er heldur fái þeir afslátt af aðgangseyri, og í þriðja lagi vill hópurinn að stök gjöld hækki til að ná fram markmiðinu. Hópurinn lagði einnig fram fjárfestingaáætlun í skýrslunni, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku. Þar eru lagðar til sjö uppbyggingartillögur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hópnum sátu hjá við afgreiðslu skýrslunnar í starfshópnum. Þeir gerðu það einnig við afgreiðslu hennar í menningar- og ferðamálaráði ásamt fulltrúum Vinstri grænna. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðismenn telja forgangsröðunina í fjárfestingaáætluninni ranga. Hún segir nauðsynlegt að fagráð fái að fjalla um skýrsluna, ýmislegt þarfnist frekari skoðunar þótt margt gott sé í skýrslunni. Þar á meðal séu áform um aukna kostnaðarhlutdeild sundlaugagesta. Í bókuninni kemur það einnig fram. „Það vekur til dæmis mikla furðu að hefja eigi framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur á þessu ári á sama tíma og ekki er gert ráð fyrir nema kennslulaug í Grafarholti og Úlfarsárdal og að ekki eigi að fara í endurbætur á laugarkeri í Laugardalslaug fyrr en árið 2016 en eins og margsinnis hefur verið bent á er nauðsynlegt að fara í úrbætur þar sem fyrst öryggisins vegna,“ segir í bókuninni. „Til viðbótar vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna ítreka að lögð verði áhersla á að lengja opnunartíma í stað þess að lagt verði í einstaka kostnaðarsamar framkvæmdir.“ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Aðgangseyrir í sundlaugar Reykjavíkurborgar ætti að fjármagna 70 prósent af rekstrarkostnaði lauganna, öðrum en fasteignakostnaði, frá árinu 2015. Til þess að svo geti orðið þarf að auka tekjurnar um 94 milljónir á ári, sem samsvarar 170 þúsund stökum gjöldum fullorðinna í sund. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps borgarinnar um framtíðarsýn sundlauganna. Aðgangseyrir og aðrar tekjur sundlauganna eru nú tæplega 60 prósent af kostnaði þegar ekki er tekið tillit til fasteignakostnaðar. Heildartekjur lauganna árið 2011 voru 557,8 milljónir króna. Hópurinn áréttar í skýrslunni þrjú meginstef í gjaldskrárstefnu. Í fyrsta lagi segir hópurinn mikilvægt að standa vörð um stórnotendur og barnafjölskyldur. Í öðru lagi vill hópurinn að eldri borgarar fái ekki ókeypis í sund eins og nú er heldur fái þeir afslátt af aðgangseyri, og í þriðja lagi vill hópurinn að stök gjöld hækki til að ná fram markmiðinu. Hópurinn lagði einnig fram fjárfestingaáætlun í skýrslunni, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku. Þar eru lagðar til sjö uppbyggingartillögur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hópnum sátu hjá við afgreiðslu skýrslunnar í starfshópnum. Þeir gerðu það einnig við afgreiðslu hennar í menningar- og ferðamálaráði ásamt fulltrúum Vinstri grænna. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðismenn telja forgangsröðunina í fjárfestingaáætluninni ranga. Hún segir nauðsynlegt að fagráð fái að fjalla um skýrsluna, ýmislegt þarfnist frekari skoðunar þótt margt gott sé í skýrslunni. Þar á meðal séu áform um aukna kostnaðarhlutdeild sundlaugagesta. Í bókuninni kemur það einnig fram. „Það vekur til dæmis mikla furðu að hefja eigi framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur á þessu ári á sama tíma og ekki er gert ráð fyrir nema kennslulaug í Grafarholti og Úlfarsárdal og að ekki eigi að fara í endurbætur á laugarkeri í Laugardalslaug fyrr en árið 2016 en eins og margsinnis hefur verið bent á er nauðsynlegt að fara í úrbætur þar sem fyrst öryggisins vegna,“ segir í bókuninni. „Til viðbótar vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna ítreka að lögð verði áhersla á að lengja opnunartíma í stað þess að lagt verði í einstaka kostnaðarsamar framkvæmdir.“
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira