Hrafnista borgar ekki lífeyrisskuldbindingar Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa árum saman barist fyrir því að fá daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila leiðrétt. Nú hefur Hrafnista ákveðið að senda alla reikninga sem berast vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga til velferðarráðuneytisins. Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, hefur hætt að greiða áfallnar lífeyrisskuldbindingar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Þetta samþykkti stjórnin að gera frá og með síðastliðnum þriðjudegi og tilkynnti Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvörðun sína í bréfi. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. Heimildir blaðsins herma að fleiri aðilar, sem eiga aðild að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), íhugi að hætta einnig greiðslu lífeyrisskuldbindinga. Ákvörðun um hvort af því verði mun verða tekin á næstu stjórnarfundum þeirra. Deilan snýst um hvort svokölluð daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila eigi einnig að ná yfir lífeyrisskuldbindingar eða ekki. Daggjöld eru föst krónutala sem greidd er fyrir hvert hjúkrunarrými stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Samkvæmt reglugerð er þeim ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis. Afstaða SFV og aðildarfyrirtækja þess er sú að daggjöldin, eins og þau eru í dag, eigi ekki að ná yfir lífeyrisskuldbindingar. Því er fjármálaráðuneytið ósammála. Í bréfinu segir að SFV hafi „í mörg ár reynt að fá daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila leiðrétt, meðal annars þannig að daggjaldagreiðslur feli í sér upphæðir til greiðslu lífeyrisskuldbindinga […] Þær tilraunir hafa því miður engu skilað, að því er virðist vegna afstöðu fjármálaráðuneytis, þrátt fyrir góðan ásetning margra. Áhugaleysi stjórnvalda við að leysa úr þessu máli er með eindæmum. Það sannar fjöldi ítrekaðra tölvupósta, bréfa og fundarbeiðna frá SFV um málið, þar sem erindum er stundum svarað með mjög „ómarkvissum“ hætti eða alls ekki svarað“. Forsvarsmenn Hrafnistu segi að í kjölfar mikillar hagræðingarkröfu á síðustu árum sé ljóst að daggjöld dugi einungis til að veita heimilisfólki lágmarksþjónustu. „Óhjákvæmilegt er að greiðsla umræddra lífeyrisskuldbindinga skerði þjónustu heimilisfólks Hrafnistuheimilanna. Til fróðleiks má geta þess að þessar greiðslur námu um 335 milljónum króna á árunum 2001-2012.“ Fjárhæðin er áætluð um 56 milljónir króna fyrir Hrafnistuheimilin árið 2013. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, hefur hætt að greiða áfallnar lífeyrisskuldbindingar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Þetta samþykkti stjórnin að gera frá og með síðastliðnum þriðjudegi og tilkynnti Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvörðun sína í bréfi. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. Heimildir blaðsins herma að fleiri aðilar, sem eiga aðild að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), íhugi að hætta einnig greiðslu lífeyrisskuldbindinga. Ákvörðun um hvort af því verði mun verða tekin á næstu stjórnarfundum þeirra. Deilan snýst um hvort svokölluð daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila eigi einnig að ná yfir lífeyrisskuldbindingar eða ekki. Daggjöld eru föst krónutala sem greidd er fyrir hvert hjúkrunarrými stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Samkvæmt reglugerð er þeim ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis. Afstaða SFV og aðildarfyrirtækja þess er sú að daggjöldin, eins og þau eru í dag, eigi ekki að ná yfir lífeyrisskuldbindingar. Því er fjármálaráðuneytið ósammála. Í bréfinu segir að SFV hafi „í mörg ár reynt að fá daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila leiðrétt, meðal annars þannig að daggjaldagreiðslur feli í sér upphæðir til greiðslu lífeyrisskuldbindinga […] Þær tilraunir hafa því miður engu skilað, að því er virðist vegna afstöðu fjármálaráðuneytis, þrátt fyrir góðan ásetning margra. Áhugaleysi stjórnvalda við að leysa úr þessu máli er með eindæmum. Það sannar fjöldi ítrekaðra tölvupósta, bréfa og fundarbeiðna frá SFV um málið, þar sem erindum er stundum svarað með mjög „ómarkvissum“ hætti eða alls ekki svarað“. Forsvarsmenn Hrafnistu segi að í kjölfar mikillar hagræðingarkröfu á síðustu árum sé ljóst að daggjöld dugi einungis til að veita heimilisfólki lágmarksþjónustu. „Óhjákvæmilegt er að greiðsla umræddra lífeyrisskuldbindinga skerði þjónustu heimilisfólks Hrafnistuheimilanna. Til fróðleiks má geta þess að þessar greiðslur námu um 335 milljónum króna á árunum 2001-2012.“ Fjárhæðin er áætluð um 56 milljónir króna fyrir Hrafnistuheimilin árið 2013.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira