Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir líkamsárás í Seljahverfi

Karlmaður var fluttur slasaður með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans á öðrum tímanum í nótt, eftir að þrír menn gengu í skrokk á honum fyrir utan veitingahús í Seljahverfi.

Kallað var á lögreglu, sem náði árásarmönnunum þar sem þeir voru a flýja af vettvangi á bíl. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis og fíkniefna, þar með talinn ökumaðurinn.

Ekki er vitað hversu alvarlega þolandinn er meiddur, né heldur hvað mönnunum gekk til með árásinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×