Innlent

Réttindalausa hjúkkan kærð

á lsh Konan vann á krabbameinsdeild í tvö ár, án réttinda. Myndin tengist fréttinni ekki beint. fréttablaðið/vilhelm
á lsh Konan vann á krabbameinsdeild í tvö ár, án réttinda. Myndin tengist fréttinni ekki beint. fréttablaðið/vilhelm fréttablaðið/vilhelm
Starfsmaður Landspítalans, sem gekk réttindalaus í störf hjúkrunarfræðings á krabbameinsdeild spítalans í tvö ár, hefur verið kærður til lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan apríl var um að ræða íslenska konu um þrítugt. Var henni þegar sagt upp störfum fyrir að villa á sér heimildir. Hún hafði aðeins tveggja ára hjúkrunarfræðinám að baki en grunnnám í hjúkrunarfræði tekur fjögur til sex ár.

Félag hjúkrunarfræðinga sendi frá sér ályktun þegar málið kom upp. Þar sagði að það sé litið alvarlegum augum að starfsmaður fái vinnu sem hjúkrunarfræðingur án tilskilins leyfisbréfs Landlæknisembættisins.

Landlæknir tók undir áhyggjur Félags hjúkrunarfræðinga í kjölfarið og sagði málið grafalvarlegt. Hann sagði ábyrgð mála sem þessara hvíla alfarið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og í þessu tilfelli Landspítalanum, sem hefur nú tekið ákvörðun um að kæra starfsmanninn til lögreglu.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×