Innlent

Réðst á bílstjórann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um heimilisofbeldi í Breiðholti í nótt. Kona var handtekin og vistuð í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í austurborginni á öðrum tímanum í nótt, farþegi í leigubifreið yfirgaf bílinn án þess að greiða fyrir farið og veitir bílstjóranum áverka um leið. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Tveir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×