Lífsgæðin lakari hér en á Norðurlöndum 13. febrúar 2013 06:00 Róbert Farestveit Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnuvikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán prósent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einkaneysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opinberra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skattkerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í samanburði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnuþátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norðurlöndin „og í því samhengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfesting fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði