Enski boltinn

Luis Suarez meðal áhorfenda á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez mætir hér á leikinn með dóttur sína.
Luis Suarez mætir hér á leikinn með dóttur sína. Mynd/NiordicPhotos/Getty
Luis Suarez er meðal áhorfanda á leik Liverpool og Stoke á Anfield en þetta er fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Það bendir allt til þess að Suarez hafi sætt sig við það að Liverpool mun ekki selja hann í þessum félagsskiptaglugga.

Klukkutíma fyrir leik fór Suarez niður á völlinn með dóttur sína Delfinu í fanginu og fékk hann þá góðar viðtökur frá þeim áhorfendum sem voru mættir. Hann heilsaði líka Mark Halsey, fyrrum dómara í deildinni.

Suarez horfði síðan á leikinn úr heiðursstúkunni. Hann byrjaði að æfa með aðalliðinu á nýjan leik í gær eftir að hafa beðið knattspyrnustjórann Brendan Rodgers afsökunar á hegðun sinni þar sem Úrúgvæmaðurinn reyndi að pressa á það að vera seldur til Arsenal.

Luis Suarez á enn eftir að taka út sex leiki í banninu sem hann fékk fyrir að bíta Chelsea-manninn Branislav Ivanovic á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×