Árni Þór: Bagalegt ef menn ganga á lagið strax 25. febrúar 2013 11:35 Árni Þór Sigurðsson. „Það er alveg ljóst að tilgangur laganna er að koma til móts við skemmtiferðaskip sem sigla í kringum landið," segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann kom í gegn breytingum á tollalögum á síðasta ári sem gerði skemmtiferðaskipum, skráðum í útlöndum, kleift að gera út tollfrjálst hér við land í allt að fjóra mánuði á ári. Ferðafyrirtækið Iceland Excursion segir í tilkynningu að tvö erlend fyrirtæki, sem gera út skemmtiferðaskip, hafi óskað eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið. Hugmynd útgerðarfyrirtækjanna er að bjóða Íslendingum jafnt sem útlendingum upp á tollfrjálsar siglingar í kringum landið. Þetta myndi þýða að Íslendingar gætu siglt í kringum landið, spila í spilavítum skipanna og keypt tollfrjálsar vörur. Svo eru einnig næturklúbbar á þessum skipum. Íslensk lög myndu ekki ná yfir spilavítin, sem eru ólögleg hér á landi, eða næturklúbbana, en ströng lög gilda um skemmtanahald hér á landi. Árni Þór segir að ef einhverjir ætli sér að fara gegn anda laganna, og nýta sér þá með óeðlilegum hætti, þá þurfi að skoða það sérstaklega. „Tilgangurinn er ekki sá að þeir geti lagt við bryggju sumarlangt og verið í samkeppni við starfsemi í landi," segir Árni Þór sem áréttar þó að hann hafi ekki kynnt sér hugmyndir fyrirtækisins til fulls. Hann segir að það hafi þó komið ábending frá tollstjóra á sínum tíma varðandi þetta, svo sem með spilavítin. „Tollstjóranum var þá falið að setja nánari reglur um þetta," segir Árni Þór sem veit þó ekki hvernig þeirri vinnu lyktaði. „En ef menn telja að það sé verið að fara út fyrir það sem hugsað var um í lögunum, eða þetta skekki samkeppnisstöðuna, þá verður að fara yfir það á nýjan leik," segir Árni Þór og bætir við: „Og það er bagalegt ef menn ganga á lagið strax." Tengdar fréttir Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59 Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur "Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. 25. febrúar 2013 10:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
„Það er alveg ljóst að tilgangur laganna er að koma til móts við skemmtiferðaskip sem sigla í kringum landið," segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann kom í gegn breytingum á tollalögum á síðasta ári sem gerði skemmtiferðaskipum, skráðum í útlöndum, kleift að gera út tollfrjálst hér við land í allt að fjóra mánuði á ári. Ferðafyrirtækið Iceland Excursion segir í tilkynningu að tvö erlend fyrirtæki, sem gera út skemmtiferðaskip, hafi óskað eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið. Hugmynd útgerðarfyrirtækjanna er að bjóða Íslendingum jafnt sem útlendingum upp á tollfrjálsar siglingar í kringum landið. Þetta myndi þýða að Íslendingar gætu siglt í kringum landið, spila í spilavítum skipanna og keypt tollfrjálsar vörur. Svo eru einnig næturklúbbar á þessum skipum. Íslensk lög myndu ekki ná yfir spilavítin, sem eru ólögleg hér á landi, eða næturklúbbana, en ströng lög gilda um skemmtanahald hér á landi. Árni Þór segir að ef einhverjir ætli sér að fara gegn anda laganna, og nýta sér þá með óeðlilegum hætti, þá þurfi að skoða það sérstaklega. „Tilgangurinn er ekki sá að þeir geti lagt við bryggju sumarlangt og verið í samkeppni við starfsemi í landi," segir Árni Þór sem áréttar þó að hann hafi ekki kynnt sér hugmyndir fyrirtækisins til fulls. Hann segir að það hafi þó komið ábending frá tollstjóra á sínum tíma varðandi þetta, svo sem með spilavítin. „Tollstjóranum var þá falið að setja nánari reglur um þetta," segir Árni Þór sem veit þó ekki hvernig þeirri vinnu lyktaði. „En ef menn telja að það sé verið að fara út fyrir það sem hugsað var um í lögunum, eða þetta skekki samkeppnisstöðuna, þá verður að fara yfir það á nýjan leik," segir Árni Þór og bætir við: „Og það er bagalegt ef menn ganga á lagið strax."
Tengdar fréttir Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59 Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur "Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. 25. febrúar 2013 10:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59
Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur "Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. 25. febrúar 2013 10:08