Lífið

Gísli Rúnar táraðist

Gísli Rúnar Jónsson. Mynd/GVA
Gísli Rúnar Jónsson. Mynd/GVA
Óvænt afmælisveisla var haldin í Silfurtunglinu á miðvikudagskvöld fyrir grínistann og Kaffibrúsakarlinn Gísla Rúnar Jónsson í tilefni af sextugsafmæli hans. Sannkallað landslið grínista og leikara mætti í veisluna, þar á meðal Laddi, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björk Jakobsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Edda Björgvinsdóttir. Einnig var popparinn Björgvin Halldórsson í hópi gesta. Uppákoman kom Gísla Rúnari algjörlega í opna skjöldu og táraðist hann að sjálfsögðu yfir öllu saman.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.