Innlent

Alþingi lýsir andstöðu við byggingu hótels

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Svavar Hávarðsson skrifar
Þingið telur að hótel við Kirkjustrætið myndi þrengja verulega að starfseminni og vill að umferðartakmarkanir verði miklu skýrari en í núverandi tillögu. fréttablaðið/gva
Þingið telur að hótel við Kirkjustrætið myndi þrengja verulega að starfseminni og vill að umferðartakmarkanir verði miklu skýrari en í núverandi tillögu. fréttablaðið/gva
Alþingi lýsir yfir harðri andstöðu við það að bygging nýs hótels á Landsímareitnum verði heimiluð, í athugasemd til Reykjavíkurborgar. Þingið segir ekki tekið tillit til þingsins og hagsmuna þess.

Í athugasemdinni kemur fram að hótelið sé „við anddyri Alþingishússins" og þrengi verulega að starfsemi þingsins.

„Það byggingarmagn sem rúma á hótelstarfsemi samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi eykst umtalsvert og[…]rekstur hótels og aukin atvinnustarfsemi á Landsímareit mun augljóslega hafa í för með sér aukna umferð um Kvosina og þrengja þannig verulega að Alþingi og starfsemi þess," segir í athugasemdinni sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sendi fyrir hönd þingsins. „Hagsmunir þingsins taka ekki eingöngu til atriða sem lúta að því að gæta öryggis þingsins, heldur einnig til atriða sem lúta að starfsfriði, almennri umgengni, ytra útliti, ásýnd Alþingis og nánasta umhverfi þess."

Þá hefur Ásta lagt fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Hún vísar í stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi sé friðheilagt og leggur til að afmarkað verði svæði í næsta nágrenni þingsins sem nefnist Alþingissvæðið. Þar fari ráðherra með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×