Fékk ekki afgreiðslu og hringdi í lögregluna Boði Logason skrifar 22. mars 2013 21:33 Nóg að gera hjá Stefáni og félögum í kvöld. Mynd/lögreglan „Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt ætlar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni. Tæplega 200 lögreglumenn um allan heim munu skrifa færslur á samskiptavefinn Twitter í tólf tíma. Maraþonið byrjaði klukkan sex og lýkur klukkan sex í fyrramálið. Ef marka má færslurnar hjá lögreglunni í kvöld hefur verið nóg að gera. Um klukkan hálf sjö var tilkynnt um öskrandi mann úti á svölum í búðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá datt maður á höfuðið í miðborginni um svipað leiti. Um klukkan hálf átta var tilkynnt um glannaakstur í íbúðarhverfi, þar sem ökumaður ók upp á gangstéttum og skólalóð. Um klukkan átta var tilkynnt um ungt barn sem fékk yfir sig heitt vatn. Sjúkrabíll og lögregla send á staðinn með forgangi. Tilkynningarnar í kvöld eru ekki allar alvarlegar því um klukkan hálf níu í kvöld var lögreglu tilkynnt um hávaða frá börnum sem voru að leik á skólalóð hér í borg. Tilkynnanda var gerð grein fyrir því að það væri eðlilegt. Og þá var lögreglu tilkynnt um að einungis einn starfsmaður væri við störf í matvöruverslun og margir væru að versla. Það er ekki lögreglumál. „Það er alltaf eitthvað um að lögreglunni sé tilkynnt um atriði sem tilheyra ekki okkar verksviði. Í matvöruverslunar-tilkynningunni var tilkynnanda gerð grein fyrir því að það sé ekki lögreglumál þó að það vanti starfsfólk í verslanir. En við reynum að greiða úr öllum innhringingum - við viljum frekar fá fleiri en færri símtöl," segir Stefán. Stefnan er tekin á að vera á vaktinni til sex í fyrramálið en eins og stendur eru þrír lögreglumenn sem sinna maraþoninu. „Við viljum gefa fólki innsýn bæði inn í kvöldið og nóttina. Það má búast við því að það færist fjör í leikinn eftir því sem líður á kvöldið."Fylgjast má lögreglunni á Twitter hér. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt ætlar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni. Tæplega 200 lögreglumenn um allan heim munu skrifa færslur á samskiptavefinn Twitter í tólf tíma. Maraþonið byrjaði klukkan sex og lýkur klukkan sex í fyrramálið. Ef marka má færslurnar hjá lögreglunni í kvöld hefur verið nóg að gera. Um klukkan hálf sjö var tilkynnt um öskrandi mann úti á svölum í búðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá datt maður á höfuðið í miðborginni um svipað leiti. Um klukkan hálf átta var tilkynnt um glannaakstur í íbúðarhverfi, þar sem ökumaður ók upp á gangstéttum og skólalóð. Um klukkan átta var tilkynnt um ungt barn sem fékk yfir sig heitt vatn. Sjúkrabíll og lögregla send á staðinn með forgangi. Tilkynningarnar í kvöld eru ekki allar alvarlegar því um klukkan hálf níu í kvöld var lögreglu tilkynnt um hávaða frá börnum sem voru að leik á skólalóð hér í borg. Tilkynnanda var gerð grein fyrir því að það væri eðlilegt. Og þá var lögreglu tilkynnt um að einungis einn starfsmaður væri við störf í matvöruverslun og margir væru að versla. Það er ekki lögreglumál. „Það er alltaf eitthvað um að lögreglunni sé tilkynnt um atriði sem tilheyra ekki okkar verksviði. Í matvöruverslunar-tilkynningunni var tilkynnanda gerð grein fyrir því að það sé ekki lögreglumál þó að það vanti starfsfólk í verslanir. En við reynum að greiða úr öllum innhringingum - við viljum frekar fá fleiri en færri símtöl," segir Stefán. Stefnan er tekin á að vera á vaktinni til sex í fyrramálið en eins og stendur eru þrír lögreglumenn sem sinna maraþoninu. „Við viljum gefa fólki innsýn bæði inn í kvöldið og nóttina. Það má búast við því að það færist fjör í leikinn eftir því sem líður á kvöldið."Fylgjast má lögreglunni á Twitter hér.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira