Fékk ekki afgreiðslu og hringdi í lögregluna Boði Logason skrifar 22. mars 2013 21:33 Nóg að gera hjá Stefáni og félögum í kvöld. Mynd/lögreglan „Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt ætlar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni. Tæplega 200 lögreglumenn um allan heim munu skrifa færslur á samskiptavefinn Twitter í tólf tíma. Maraþonið byrjaði klukkan sex og lýkur klukkan sex í fyrramálið. Ef marka má færslurnar hjá lögreglunni í kvöld hefur verið nóg að gera. Um klukkan hálf sjö var tilkynnt um öskrandi mann úti á svölum í búðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá datt maður á höfuðið í miðborginni um svipað leiti. Um klukkan hálf átta var tilkynnt um glannaakstur í íbúðarhverfi, þar sem ökumaður ók upp á gangstéttum og skólalóð. Um klukkan átta var tilkynnt um ungt barn sem fékk yfir sig heitt vatn. Sjúkrabíll og lögregla send á staðinn með forgangi. Tilkynningarnar í kvöld eru ekki allar alvarlegar því um klukkan hálf níu í kvöld var lögreglu tilkynnt um hávaða frá börnum sem voru að leik á skólalóð hér í borg. Tilkynnanda var gerð grein fyrir því að það væri eðlilegt. Og þá var lögreglu tilkynnt um að einungis einn starfsmaður væri við störf í matvöruverslun og margir væru að versla. Það er ekki lögreglumál. „Það er alltaf eitthvað um að lögreglunni sé tilkynnt um atriði sem tilheyra ekki okkar verksviði. Í matvöruverslunar-tilkynningunni var tilkynnanda gerð grein fyrir því að það sé ekki lögreglumál þó að það vanti starfsfólk í verslanir. En við reynum að greiða úr öllum innhringingum - við viljum frekar fá fleiri en færri símtöl," segir Stefán. Stefnan er tekin á að vera á vaktinni til sex í fyrramálið en eins og stendur eru þrír lögreglumenn sem sinna maraþoninu. „Við viljum gefa fólki innsýn bæði inn í kvöldið og nóttina. Það má búast við því að það færist fjör í leikinn eftir því sem líður á kvöldið."Fylgjast má lögreglunni á Twitter hér. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt ætlar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni. Tæplega 200 lögreglumenn um allan heim munu skrifa færslur á samskiptavefinn Twitter í tólf tíma. Maraþonið byrjaði klukkan sex og lýkur klukkan sex í fyrramálið. Ef marka má færslurnar hjá lögreglunni í kvöld hefur verið nóg að gera. Um klukkan hálf sjö var tilkynnt um öskrandi mann úti á svölum í búðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá datt maður á höfuðið í miðborginni um svipað leiti. Um klukkan hálf átta var tilkynnt um glannaakstur í íbúðarhverfi, þar sem ökumaður ók upp á gangstéttum og skólalóð. Um klukkan átta var tilkynnt um ungt barn sem fékk yfir sig heitt vatn. Sjúkrabíll og lögregla send á staðinn með forgangi. Tilkynningarnar í kvöld eru ekki allar alvarlegar því um klukkan hálf níu í kvöld var lögreglu tilkynnt um hávaða frá börnum sem voru að leik á skólalóð hér í borg. Tilkynnanda var gerð grein fyrir því að það væri eðlilegt. Og þá var lögreglu tilkynnt um að einungis einn starfsmaður væri við störf í matvöruverslun og margir væru að versla. Það er ekki lögreglumál. „Það er alltaf eitthvað um að lögreglunni sé tilkynnt um atriði sem tilheyra ekki okkar verksviði. Í matvöruverslunar-tilkynningunni var tilkynnanda gerð grein fyrir því að það sé ekki lögreglumál þó að það vanti starfsfólk í verslanir. En við reynum að greiða úr öllum innhringingum - við viljum frekar fá fleiri en færri símtöl," segir Stefán. Stefnan er tekin á að vera á vaktinni til sex í fyrramálið en eins og stendur eru þrír lögreglumenn sem sinna maraþoninu. „Við viljum gefa fólki innsýn bæði inn í kvöldið og nóttina. Það má búast við því að það færist fjör í leikinn eftir því sem líður á kvöldið."Fylgjast má lögreglunni á Twitter hér.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira