Fékk ekki afgreiðslu og hringdi í lögregluna Boði Logason skrifar 22. mars 2013 21:33 Nóg að gera hjá Stefáni og félögum í kvöld. Mynd/lögreglan „Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt ætlar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni. Tæplega 200 lögreglumenn um allan heim munu skrifa færslur á samskiptavefinn Twitter í tólf tíma. Maraþonið byrjaði klukkan sex og lýkur klukkan sex í fyrramálið. Ef marka má færslurnar hjá lögreglunni í kvöld hefur verið nóg að gera. Um klukkan hálf sjö var tilkynnt um öskrandi mann úti á svölum í búðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá datt maður á höfuðið í miðborginni um svipað leiti. Um klukkan hálf átta var tilkynnt um glannaakstur í íbúðarhverfi, þar sem ökumaður ók upp á gangstéttum og skólalóð. Um klukkan átta var tilkynnt um ungt barn sem fékk yfir sig heitt vatn. Sjúkrabíll og lögregla send á staðinn með forgangi. Tilkynningarnar í kvöld eru ekki allar alvarlegar því um klukkan hálf níu í kvöld var lögreglu tilkynnt um hávaða frá börnum sem voru að leik á skólalóð hér í borg. Tilkynnanda var gerð grein fyrir því að það væri eðlilegt. Og þá var lögreglu tilkynnt um að einungis einn starfsmaður væri við störf í matvöruverslun og margir væru að versla. Það er ekki lögreglumál. „Það er alltaf eitthvað um að lögreglunni sé tilkynnt um atriði sem tilheyra ekki okkar verksviði. Í matvöruverslunar-tilkynningunni var tilkynnanda gerð grein fyrir því að það sé ekki lögreglumál þó að það vanti starfsfólk í verslanir. En við reynum að greiða úr öllum innhringingum - við viljum frekar fá fleiri en færri símtöl," segir Stefán. Stefnan er tekin á að vera á vaktinni til sex í fyrramálið en eins og stendur eru þrír lögreglumenn sem sinna maraþoninu. „Við viljum gefa fólki innsýn bæði inn í kvöldið og nóttina. Það má búast við því að það færist fjör í leikinn eftir því sem líður á kvöldið."Fylgjast má lögreglunni á Twitter hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
„Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt ætlar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni. Tæplega 200 lögreglumenn um allan heim munu skrifa færslur á samskiptavefinn Twitter í tólf tíma. Maraþonið byrjaði klukkan sex og lýkur klukkan sex í fyrramálið. Ef marka má færslurnar hjá lögreglunni í kvöld hefur verið nóg að gera. Um klukkan hálf sjö var tilkynnt um öskrandi mann úti á svölum í búðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá datt maður á höfuðið í miðborginni um svipað leiti. Um klukkan hálf átta var tilkynnt um glannaakstur í íbúðarhverfi, þar sem ökumaður ók upp á gangstéttum og skólalóð. Um klukkan átta var tilkynnt um ungt barn sem fékk yfir sig heitt vatn. Sjúkrabíll og lögregla send á staðinn með forgangi. Tilkynningarnar í kvöld eru ekki allar alvarlegar því um klukkan hálf níu í kvöld var lögreglu tilkynnt um hávaða frá börnum sem voru að leik á skólalóð hér í borg. Tilkynnanda var gerð grein fyrir því að það væri eðlilegt. Og þá var lögreglu tilkynnt um að einungis einn starfsmaður væri við störf í matvöruverslun og margir væru að versla. Það er ekki lögreglumál. „Það er alltaf eitthvað um að lögreglunni sé tilkynnt um atriði sem tilheyra ekki okkar verksviði. Í matvöruverslunar-tilkynningunni var tilkynnanda gerð grein fyrir því að það sé ekki lögreglumál þó að það vanti starfsfólk í verslanir. En við reynum að greiða úr öllum innhringingum - við viljum frekar fá fleiri en færri símtöl," segir Stefán. Stefnan er tekin á að vera á vaktinni til sex í fyrramálið en eins og stendur eru þrír lögreglumenn sem sinna maraþoninu. „Við viljum gefa fólki innsýn bæði inn í kvöldið og nóttina. Það má búast við því að það færist fjör í leikinn eftir því sem líður á kvöldið."Fylgjast má lögreglunni á Twitter hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira