Innlent

Ársfundur Landsvirkjunar í beinni útsendingu frá Hörpu

Ársfundur Landsvirkjunar er haldinn í Hörpu í dag.
Ársfundur Landsvirkjunar er haldinn í Hörpu í dag.
Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Hörpu í dag milli klukkan 14 og 16. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum hér á Vísi. Á ársfundinum verður fjárhagur og framtíðaráætlanir fyrirtækisins kynntar. Þá verður nýútgefinni ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2012 dreift. Fundarstjóri verður Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. "Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun býður öllum áhugasömum til kynningar og opinnar umræðu um þau tækifæri sem fyrirtækið stendur frammi fyrir og árangur liðins árs," segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Meðal þeirra spurninga sem verður leitast við að svara á fundinum eru: • Hvað eru nágrannaþjóðir okkar að gera í orkumálum? • Hversu mikil orka er ónotuð í lokuðu raforkukerfi? • Fara sæstrengur og áframhaldandi iðnaðaruppbygging á Íslandi vel saman? Dagskrá fundarins: • Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra: Ávarp • Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður: Ávarp • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Tækifærin í orku framtíðar • Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs: Áhersla á lækkun skulda • Spurningar og umræður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×