Innlent

"Hleypið okkur inn - við viljum vinna"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Daníel Björnsson
Daníel Björnsson
Daníel Björnsson, nemi í 9. bekk í Seyðisfjarðarskóla, er fulltrúi Íslands í skemmtilegu myndbandi sem birt er í dag í tilefni Alþjóðlega Downs-heilkennisdagsins. Dagurinn er haldinn þann 21. mars ár hvert en dagsetningin á rætur sínar að rekja til þess að fólk með Downs-heilkenni hefur þrjá litninga á 21. litningapari. Yfirskrift alþjóðlega Downs-heilkennisins er "Hleypið okkur inn - við viljum vinna" og er sýnt frá fólki í 62 löndum heimsins við nám og störf. Í myndbandinu sést Daníel á skólabekk í Seyðisfjarðarskóla og skilaboðin frá Daníel eru skýr: "Þegar ég verð stór vil ég vera í vinnu" Í myndbandinu sem er skreytt skemmtilegri tónlist sést fólk með Downs-heilkenni í hinum ýmsu störfum m.a. sem hágreiðslufólk, nuddarar, skrifstofufólk, kennarar, smiðir, þjónar og við almenn afgreiðslustörf. Myndbandið má sjá hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×