Innlent

Ásta vill mynda svokallaðan Alþingisreit

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur lagt fram frumvarp á þinginu um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu.

Samkvæmt stjórnarskrá er Alþingi friðheilagt og má enginn raska friði né frelsi þess samkvæmt stjórnarskránni. „Því legg ég til að afmarkað verði ákveðið svæði í næsta nágrenni þingsins sem nefnist Alþingissvæðið og þar fari ráðherra með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála," segir Ásta Ragnheiður í tilkynningu til fjölmiðla.

Ráðherra verður gert að skipa nefnd fimm manna í skipulags og bygginganefnd Alþingissvæðisins. Tveir nefndarmenn verða skipaðir samkvæmt tilnefningu Alþingis, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og ráðherra tilnefnir einn. Markmiðið er að tryggja ábyrgð Alþingis á gerð skipulagsáætlana og þátttöku í veitingu framkvæmdaleyfa og byggingarleyfa á Alþingissvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×