Gálgahraun í lífshættu? Reynir Ingibjartsson skrifar 22. október 2013 09:14 Þetta er fyrirsögn úttektar í Morgunblaðinu í byrjun árs 1997, þar sem fjallað er um nýtt aðalskipulag fyrir Garðabæ til 2015. Rætt er við ýmsa málsaðila og kemur fram sterk andstaða við að leggja nýja vegi um Gálgahraunið. Annars vegar er það nýr Álftanesvegur sem nú er loks byrjað á og hins vegar framlenging Vífilsstaðavegar um þvert hraunið og suður á Garðaholt. Sá fyrirhugaði vegur er enn á aðalskipulagi Garðabæjar og með þessum tveimur vegum myndi Gálgahraunið skiptast í fjóra parta. Í umsögn Náttúruverndarráðs segir að mikilvægt sé að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Segir í umsögninni að í hrauninu sé fjölbreytilegur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraunið væri nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er“.Sagan um köttinn Aðvaranir koma einnig frá Fuglaverndarfélaginu og Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þá taka umhverfisnefndir, bæði þáverandi Bessastaðahrepps og eins Hafnarfjarðarbæjar, undir gagnrýni Náttúruverndarráðs um andstöðu við vegarlagningu yfir Gálgahraunið. Í umfjölluninni er minnt á söguna um köttinn sem tók að sér að skipta ostbita jafnt á milli músanna. Kötturinn beit síðan af bitanum svo ekkert varð að lokum eftir til skiptanna. Eins muni fara fyrir Gálgahrauni ef látið verður undan ákvörðunum og þrýstingi stjórnvalda í þessu máli. Í blaðagreinum um aðalskipulagið og Gálgahraunið frá sama tíma koma einnig fram miklar áhyggjur af þróun mála. Brynja Dís Valsdóttir, framhaldsskólakennari og íbúi á Álftanesi, skrifar ítarlega grein í Morgunblaðið 15. febrúar 1997. Þar segir: „Það sem mér þykir verst við vegastæðið er að hrauninu er deilt í fjóra hluta með mislægum gatnamótum. Skásta lausnin að mínu mati væri að fylgja gamla vegstæðinu frá Engidal.“ Og í lok greinarinnar segir hún: „Það væri grátbroslegt ef við gætum ekki einu sinni farið sómasamlega með náttúruperlu okkar, Álftanesið, heimreiðina að forsetasetri okkar, andlit þjóðar sem streitist við að eftir henni sé tekið á alþjóðavettvangi fyrir það sem jákvætt er í ofnýttum heimi.“Trúin á málstaðinn Árni Björnsson, læknir og einnig íbúi á Álftanesi, sem nú er látinn, skrifar einnig grein 19. febrúar 1997 undir fyrirsögninni „Gefið Gálgahrauni gálgafrest“. Þar segir Árni: „Við sem búum í Bessastaðahreppi vitum að bæta þarf Álftanesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegarins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann. Hvað sem vegagerð líður, þá er Gálgahraunið fögur og sérstæð náttúrusmíð, sem yrði eyðilögð með vegalagningu.“ Því miður fóru yfirvöld Garðabæjar ekki eftir þessum aðvörunum öllum. Nokkru síðar var hafin bygging íbúahverfis norðan við núverandi Álftanesveg og hafinn undirbúningur að lagningu nýs Álftanesvegar. Þá opnuðu yfirvöld Garðabæjar upp á gátt leið inn í hraunið sunnan Vífilsstaða, þar sem IKEA og fleiri fyrirtæki hafa reist stórbyggingar. Svo fór að ýmsum ofbauð og árið 2007 var félagið Hraunavinir stofnað í þeim tilgangi að verjast frekari ásókn í hraunin í bæjarlöndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Sú varnarbarátta hefur staðið nánast linnulaust síðan og harðastur hefur slagurinn verið um Álftanesveginn. Baráttan hefur því staðið í 16 ár og enn sér ekki fyrir endann. Farið er að líkja átökunum um Gálgahraunið við Laxárdeiluna á sínum tíma og þessi deila snýst meira og meira um réttarstöðu umhverfisverndarsamtaka. Þeir sem í slagnum standa eru því að skrifa nýja kafla í sögu náttúruverndar á Íslandi dag hvern. Trúin á málstaðinn heldur okkur gangandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn úttektar í Morgunblaðinu í byrjun árs 1997, þar sem fjallað er um nýtt aðalskipulag fyrir Garðabæ til 2015. Rætt er við ýmsa málsaðila og kemur fram sterk andstaða við að leggja nýja vegi um Gálgahraunið. Annars vegar er það nýr Álftanesvegur sem nú er loks byrjað á og hins vegar framlenging Vífilsstaðavegar um þvert hraunið og suður á Garðaholt. Sá fyrirhugaði vegur er enn á aðalskipulagi Garðabæjar og með þessum tveimur vegum myndi Gálgahraunið skiptast í fjóra parta. Í umsögn Náttúruverndarráðs segir að mikilvægt sé að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Segir í umsögninni að í hrauninu sé fjölbreytilegur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraunið væri nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er“.Sagan um köttinn Aðvaranir koma einnig frá Fuglaverndarfélaginu og Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þá taka umhverfisnefndir, bæði þáverandi Bessastaðahrepps og eins Hafnarfjarðarbæjar, undir gagnrýni Náttúruverndarráðs um andstöðu við vegarlagningu yfir Gálgahraunið. Í umfjölluninni er minnt á söguna um köttinn sem tók að sér að skipta ostbita jafnt á milli músanna. Kötturinn beit síðan af bitanum svo ekkert varð að lokum eftir til skiptanna. Eins muni fara fyrir Gálgahrauni ef látið verður undan ákvörðunum og þrýstingi stjórnvalda í þessu máli. Í blaðagreinum um aðalskipulagið og Gálgahraunið frá sama tíma koma einnig fram miklar áhyggjur af þróun mála. Brynja Dís Valsdóttir, framhaldsskólakennari og íbúi á Álftanesi, skrifar ítarlega grein í Morgunblaðið 15. febrúar 1997. Þar segir: „Það sem mér þykir verst við vegastæðið er að hrauninu er deilt í fjóra hluta með mislægum gatnamótum. Skásta lausnin að mínu mati væri að fylgja gamla vegstæðinu frá Engidal.“ Og í lok greinarinnar segir hún: „Það væri grátbroslegt ef við gætum ekki einu sinni farið sómasamlega með náttúruperlu okkar, Álftanesið, heimreiðina að forsetasetri okkar, andlit þjóðar sem streitist við að eftir henni sé tekið á alþjóðavettvangi fyrir það sem jákvætt er í ofnýttum heimi.“Trúin á málstaðinn Árni Björnsson, læknir og einnig íbúi á Álftanesi, sem nú er látinn, skrifar einnig grein 19. febrúar 1997 undir fyrirsögninni „Gefið Gálgahrauni gálgafrest“. Þar segir Árni: „Við sem búum í Bessastaðahreppi vitum að bæta þarf Álftanesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegarins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann. Hvað sem vegagerð líður, þá er Gálgahraunið fögur og sérstæð náttúrusmíð, sem yrði eyðilögð með vegalagningu.“ Því miður fóru yfirvöld Garðabæjar ekki eftir þessum aðvörunum öllum. Nokkru síðar var hafin bygging íbúahverfis norðan við núverandi Álftanesveg og hafinn undirbúningur að lagningu nýs Álftanesvegar. Þá opnuðu yfirvöld Garðabæjar upp á gátt leið inn í hraunið sunnan Vífilsstaða, þar sem IKEA og fleiri fyrirtæki hafa reist stórbyggingar. Svo fór að ýmsum ofbauð og árið 2007 var félagið Hraunavinir stofnað í þeim tilgangi að verjast frekari ásókn í hraunin í bæjarlöndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Sú varnarbarátta hefur staðið nánast linnulaust síðan og harðastur hefur slagurinn verið um Álftanesveginn. Baráttan hefur því staðið í 16 ár og enn sér ekki fyrir endann. Farið er að líkja átökunum um Gálgahraunið við Laxárdeiluna á sínum tíma og þessi deila snýst meira og meira um réttarstöðu umhverfisverndarsamtaka. Þeir sem í slagnum standa eru því að skrifa nýja kafla í sögu náttúruverndar á Íslandi dag hvern. Trúin á málstaðinn heldur okkur gangandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun