Lyfjanauðgunum fjölgaði í fyrra María Lilja Þrastardóttir skrifar 4. apríl 2013 12:00 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta (önnur frá hægri), kynnti ársskýrsluna á fundi í gær. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að 22 urðu fyrir lyfjanauðgun í fyrra. fréttablaðið/gva Alls leituðu 22 aðstoðar vegna lyfjanauðgana í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að lyfjanauðganamál tengist oft tveimur skemmtistöðum. Kona sem varð fyrir lyfjanauðgun segir þörf á vakningu og úrbótum. „Við erum að tala um mjög gróft ofbeldi þegar menn eru farnir að skipuleggja verknaðinn líkt og í þessum brotum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Í nýrri ársskýrslu samtakanna kemur fram lyfjanauðgunum fjölgaði á síðasta ári. Ljóst þykir að brotavilji gerenda sé einbeittur enda þurfi að hafa töluvert fyrir verknaðinum og hann sé skipulagður fyrir fram. Alls leituðu 22 einstaklingar til Stígamóta í fyrra eftir að hafa verið byrlað ólyfjan og nauðgað í kjölfarið. Það eru fleiri tilvik en nokkru sinni áður. Í flestum tilvikum kemur gerandinn lyfinu, sem er í duft- eða töfluformi, fyrir í glasi þolanda sem missir minnið og hluta meðvitundar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tveir skemmtistaðir í borginni séu oftar nefndir en aðrir í tengslum við mál af þessu tagi. Þetta eru B5 við Bankastræti og Austur við Austurstræti. „Þetta er ofboðslega erfitt fyrir alla að eiga við. Ef manneskja hefur einbeittan ásetning þá er svo lítið sem við getum gert. Ég held reglulega fundi með mínu starfsfólki og við höfum búið okkur til verkferla. Við erum alltaf að reyna að gera betur og reynum að vera mjög vakandi. Okkur er alls ekki sama og ég fagna umræðunni,“ segir Björn Jakobsson, eigandi B5. Ásgeir Kolbeinsson er eigandi Austur. Hann segist meðvitaður um vandann og hafa nú þegar ráðist í aðgerðir vegna þessa. „Við gerum auðvitað allt sem við getum og þegar við verðum varir við eitthvað þessu líkt þá tökum við á því um leið.“ Aðspurður segir hann ekki óeðlilegt hlutfallslega séð að mál sem þessi komi oft upp á stöðunum tveimur þar sem þeir séu mjög vinsælir og fjölsóttir. Aðrir skemmtistaðaeigendur sem rætt var við segjast fremur vanmáttugir gagnvart málum sem þessum og kalla eftir samstilltu átaki lögreglu og annarra skemmtistaðaeigenda til þess að uppræta megi vandann. Mikil umræða var um lyfjanauðganir á síðasta ári þegar Thelma Dögg Guðmundsdóttir ýtti úr vör átaki gegn slíkum nauðgunum eftir að henni var byrluð ólyfjan á B5. Hún varð þess vör og leitaði aðstoðar dyravarða, sem skeyttu litlu um málið á þeirri stundu. „Ég er ekki hissa á þessari fjölgun og það er mín tilfinning að flestir þekki til að minnsta kosti einnar manneskju sem lent hefur í þessum aðstæðum,“ segir Thelma Dögg. Hún hyggst standa fyrir sams konar átaki í ár. „Það er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti því við erum svo gjörn á að hunsa vandamálin.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Alls leituðu 22 aðstoðar vegna lyfjanauðgana í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að lyfjanauðganamál tengist oft tveimur skemmtistöðum. Kona sem varð fyrir lyfjanauðgun segir þörf á vakningu og úrbótum. „Við erum að tala um mjög gróft ofbeldi þegar menn eru farnir að skipuleggja verknaðinn líkt og í þessum brotum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Í nýrri ársskýrslu samtakanna kemur fram lyfjanauðgunum fjölgaði á síðasta ári. Ljóst þykir að brotavilji gerenda sé einbeittur enda þurfi að hafa töluvert fyrir verknaðinum og hann sé skipulagður fyrir fram. Alls leituðu 22 einstaklingar til Stígamóta í fyrra eftir að hafa verið byrlað ólyfjan og nauðgað í kjölfarið. Það eru fleiri tilvik en nokkru sinni áður. Í flestum tilvikum kemur gerandinn lyfinu, sem er í duft- eða töfluformi, fyrir í glasi þolanda sem missir minnið og hluta meðvitundar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tveir skemmtistaðir í borginni séu oftar nefndir en aðrir í tengslum við mál af þessu tagi. Þetta eru B5 við Bankastræti og Austur við Austurstræti. „Þetta er ofboðslega erfitt fyrir alla að eiga við. Ef manneskja hefur einbeittan ásetning þá er svo lítið sem við getum gert. Ég held reglulega fundi með mínu starfsfólki og við höfum búið okkur til verkferla. Við erum alltaf að reyna að gera betur og reynum að vera mjög vakandi. Okkur er alls ekki sama og ég fagna umræðunni,“ segir Björn Jakobsson, eigandi B5. Ásgeir Kolbeinsson er eigandi Austur. Hann segist meðvitaður um vandann og hafa nú þegar ráðist í aðgerðir vegna þessa. „Við gerum auðvitað allt sem við getum og þegar við verðum varir við eitthvað þessu líkt þá tökum við á því um leið.“ Aðspurður segir hann ekki óeðlilegt hlutfallslega séð að mál sem þessi komi oft upp á stöðunum tveimur þar sem þeir séu mjög vinsælir og fjölsóttir. Aðrir skemmtistaðaeigendur sem rætt var við segjast fremur vanmáttugir gagnvart málum sem þessum og kalla eftir samstilltu átaki lögreglu og annarra skemmtistaðaeigenda til þess að uppræta megi vandann. Mikil umræða var um lyfjanauðganir á síðasta ári þegar Thelma Dögg Guðmundsdóttir ýtti úr vör átaki gegn slíkum nauðgunum eftir að henni var byrluð ólyfjan á B5. Hún varð þess vör og leitaði aðstoðar dyravarða, sem skeyttu litlu um málið á þeirri stundu. „Ég er ekki hissa á þessari fjölgun og það er mín tilfinning að flestir þekki til að minnsta kosti einnar manneskju sem lent hefur í þessum aðstæðum,“ segir Thelma Dögg. Hún hyggst standa fyrir sams konar átaki í ár. „Það er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti því við erum svo gjörn á að hunsa vandamálin.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira