Innlent

Tímabært að endurskoða reglur um sinubruna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi.

Samkvæmt lögunum geta ábúendur jarða fengið leyfi til sinubrennu, fari hún fram fyrir fyrsta maí ,að uppfylltum ýmsum skilyrðum.

Mannvirkjastofnun stóð nýverið fyrir málþingi um gróðurelda með Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Að mati ráðuneytisins er tímabært að endurskoða reglur um sinubruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×