Innlent

"Ég ætla ekki að hrapa að neinum ákvörðunum"

Ögmundur við kynningu skýrslunnar á dögunum.
Ögmundur við kynningu skýrslunnar á dögunum.
Innanríkisráðherra hefur ekki ákveðið hvort víkja eigi lögreglumanninum, sem Erla Bolladóttir hefur kært fyrir kynferðisbrot, úr starfi eða færa til. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Erla kærði einn rannsóknarlögreglumannanna sem kom að Guðmundur- og Geirfinnsmálinu fyrir nauðgun. Það gerði hún eftir að hafa rætt við starfshópinn sem skilaði skýrslu um málið á dögunum.

„Ég ætla ekki að hrapa að neinum ákvörðunum. Við förum vandlega yfir þessi mál, það munu menn eflaust gera hjá Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en fyrst og fremst er það ríkissaksóknari sem hefur málið með höndum," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Rúv.

Erla segir rannsóknarlögreglumanninn hafa komið ítrekað inn í klefa hennar til að yfirheyra hana. Í eitt skiptið hafi hann nauðgað henni.

„Það eru hæg heimatökin fyrir menn sem þekkja aðstæður, þá vita þeir hvernig rútínan er og geta hagað sér samkvæmt því," segir Erla.


Tengdar fréttir

Erla Bolladóttir lagði fram kæru

Erla Bolladóttir einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur kært einn rannsóknarlögreglumannanna sem kom að málinu fyrir að hafa nauðgað henni í einangrunarfangelsinu í Síðumúla. Hún segist gera þetta nú eftir að hafa rætt við starfshópinn sem gerði skýrsluna um málið og til að binda enda á þennan hluta málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×