Innlent

Þrjár íbúðir yfirteknar á dag

Samtals hafa 4.645 íbúðir verið yfirteknar af bönkum, slitastjórnum banka eða Íbúðarlánasjóði frá Hruni. Þetta kemur fram í svörum viðkomandi stofnana við spurningum Spyr.is.

Rúmlega helmingur íbúðanna (57%) hefur verið yfirtekinn af Íbúðarlánasjóði eða 2.642 íbúðir. Næst kemur Íslandsbanki með 630 íbúðir, Landsbanki mðe 605 íbúðir og Arion Banki með 492 íbúðir. 276 íbúðir hafa verið yfirteknar af Dróma (slitastjórn SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans) en engin íbúð af MP banka.

Að meðaltali hafa um 93 íbúðir verið yfirteknar á mánuði frá hruni. Fyrstu tveir mánuðir ársins 2013 sýna minnkun í yfirtöku en 78 íbúðir voru yfirteknar í janúar og febrúar.

Flestar íbúðir voru yfirteknar á árinu 2010 eða tæpleag 31% af umræddum íbúðafjölda. Flestar þeirra eru í eigu einstaklinga þó ekki liggi fyrir nákvæmlega hlutfall þeirra.

Nánar á Spyr.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×