„Góðan daginn“ Sindri Már Hannesson skrifar 20. febrúar 2013 10:31 Ég geng inn í verslunina í mínu mesta sakleysi rétt fyrir hádegi á þriðjudegi, sötra úr kaffimálinu og nýt þess að skoða mig um í rólegheitum á undan öllum öðrum. Þessi frídagur fer sko heldur betur í rólegheit. Skyndilega er kyrrðin trufluð. Fyrir framan mig við kassann stendur afgreiðslumaður um tvítugt brosandi eins og bjáni og segir í ofanálag „Góðan daginn". Ég snarstoppa, horfi í kringum mig en sé engan. Dónaskapurinn beinist greinilega að mér og mér einum. Persónuleg árás og það fyrir hádegi. Dagurinn ónýtur. Hver heldur þessi fermingardrengur að hann sé? Ég kem mér undan árásinni, gríp næstu flík í flæmingi og skoða hana af áhugaleysi. Ég vona sölumannsins vegna að hann verði ekki svo vitlaus að reyna svona bull aftur. Ég er nú klárari en svo að falla fyrir svona sölutrixum og uppgerðar kurteisi. Það eina sem dugar á þetta sjoppulið er að sýna engin viðbrögð - hér ræð ég en enginn smeðjubrosandi strákpjakkur. Afgreiðslumaðurinn gengur fram fyrir borðið og ég sé útundan mér hvernig hann kemur sér fyrir eins og til þess að nálgast mig aftur. Nei, hjúkket, hann er bara að brjóta saman boli. Ég lít laumulega á hann, með allan vara á - afhverju brosir drengurinn svona? Er hann að hæðast að mér? Hvað gengur honum til? Hann lítur upp og sér hvar ég stari á hann og endurtekur sig: „Góðan daginn" segir hann og brosir eins og hann ætli að ræna úr mér sálinni. „Heldurðu að ég sé heyrnarlaus?" Ég sný mér snarlega undan og geng út - í þessa djöfuls verslun kem ég sko ekki aftur! Fjárans unga kynslóðin í dag, ekkert nema dónar! Ég heyri drengstaulann kalla á eftir mér: „Takk fyrir komuna". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég geng inn í verslunina í mínu mesta sakleysi rétt fyrir hádegi á þriðjudegi, sötra úr kaffimálinu og nýt þess að skoða mig um í rólegheitum á undan öllum öðrum. Þessi frídagur fer sko heldur betur í rólegheit. Skyndilega er kyrrðin trufluð. Fyrir framan mig við kassann stendur afgreiðslumaður um tvítugt brosandi eins og bjáni og segir í ofanálag „Góðan daginn". Ég snarstoppa, horfi í kringum mig en sé engan. Dónaskapurinn beinist greinilega að mér og mér einum. Persónuleg árás og það fyrir hádegi. Dagurinn ónýtur. Hver heldur þessi fermingardrengur að hann sé? Ég kem mér undan árásinni, gríp næstu flík í flæmingi og skoða hana af áhugaleysi. Ég vona sölumannsins vegna að hann verði ekki svo vitlaus að reyna svona bull aftur. Ég er nú klárari en svo að falla fyrir svona sölutrixum og uppgerðar kurteisi. Það eina sem dugar á þetta sjoppulið er að sýna engin viðbrögð - hér ræð ég en enginn smeðjubrosandi strákpjakkur. Afgreiðslumaðurinn gengur fram fyrir borðið og ég sé útundan mér hvernig hann kemur sér fyrir eins og til þess að nálgast mig aftur. Nei, hjúkket, hann er bara að brjóta saman boli. Ég lít laumulega á hann, með allan vara á - afhverju brosir drengurinn svona? Er hann að hæðast að mér? Hvað gengur honum til? Hann lítur upp og sér hvar ég stari á hann og endurtekur sig: „Góðan daginn" segir hann og brosir eins og hann ætli að ræna úr mér sálinni. „Heldurðu að ég sé heyrnarlaus?" Ég sný mér snarlega undan og geng út - í þessa djöfuls verslun kem ég sko ekki aftur! Fjárans unga kynslóðin í dag, ekkert nema dónar! Ég heyri drengstaulann kalla á eftir mér: „Takk fyrir komuna".
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun