Markmið breyttra alþingis- kosninga og kjördæmaskipan Ari Teitsson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Á næstu vikum fer vonandi fram efnismikil og ýtarleg umræða um flesta þætti nýs stjórnarskrárfrumvarps bæði á Alþingi og hjá lærðum og leikum í samfélaginu. Kosningafyrirkomulag sem tryggir lýðræði er einn af veigamestu þáttum hverrar stjórnarskrár. Hér á eftir verður reynt að skýra tillögur Stjórnlagaráðs um fyrirkomulag alþingiskosninga út frá þeim markmiðum sem þar voru lögð til grundvallar, í þeirri von að slíkt auki líkur á faglegri umræðu um markmiðin og hvernig þeim verði best náð. Grunnur alþingiskosninga er stjórnmálasamtök og einn af hornsteinum lýðræðis að þingstyrkur þeirra sé í sem bestu samræmi við kjörfylgi. Sátt náðist í Stjórnlagaráði um önnur helstu meginmarkmið nýs kosningafyrirkomulags: 1. Efla lýðræði með því að auka bein áhrif kjósenda á val alþingismanna. 2. Jafna vægi atkvæða. 3. Styrkja tengsl alþingismanna og kjósenda. 4. Raddir sem flestra landsvæða heyrist á Alþingi. 5. Stuðla að því að hlutfall karla og kvenna sé sem jafnast á Alþingi. Markmiðin eru m.a. byggð á niðurstöðum Þjóðfundar, umfjöllun Rannsóknarnefndar Alþingis, reynslu alþingismanna og ýtarlegri umræðu í Stjórnlagaráði. Hvorki er einfalt né auðvelt að ná öllum þessu markmiðum og jafnvel fleirum samtímis og vafalaust má deila um hversu vel það hefur tekist í tillögum Stjórnlagaráðs. Tillögurnar njóta þó mikils stuðnings hjá þjóðinni, ekki síst aukið persónukjör.Verulegt svigrúm Hafa verður í huga að kosningafyrirkomulag er jafnan ekki nákvæmlega útfært í stjórnarskrám en miklu fremur í kosningalögum. Því fær löggjafinn verulegt svigrúm til nánari útfærslu, sem gefur þá jafnframt tækifæri til öfgakenndra ályktana í ýmsar áttir meðan sú útfærsla liggur ekki fyrir. Við þessu hefur jafnan verið brugðist hérlendis með því að semja ný kosningalög samhliða stjórnarskrárbreytingum. Slíkt myndi nú sem fyrr eyða óvissu. Háværar eru þær úrtöluraddir sem telja að landsbyggðin missi a.m.k helming þingmanna og þekkt andlit komi í stað þeirra. Við þessu má bregðast með því að ákveða samhliða stjórnarskrárbreytingum að kjördæmin skuli verða átta (smærri kjördæmi eru lykilatriði varðandi þriðja markmið). Einnig með því að landsbyggðarkjördæmin nýti að fullu heimildir til bundinna þingsæta, sem tryggði þá að lágmarki 23 þingmenn úr landsbyggðarkjördæmum (styrkir fjórða markmið). Með sama hætti mætti ákveða að heimild til að velja frambjóðendur af listum fleiri en einna stjórnmálasamtaka yrði ekki nýtt. Hér kann því sem fyrr að gilda að „vilji er allt sem þarf“. Frá upphafi hefur ferli stjórnarskrárbreytinganna haft það markmið að þjóðin setti sér nýjan samfélagssáttmála. Ef marka má niðurstöður nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu er það verk vel á vegi statt. Það veltur þó mjög á verklagi Alþingis og fræðasamfélagsins hvernig verkinu lýkur. Með vel rökstuddum breytingartillögum („hollum ráðum“) samfara réttmætri gagnrýni má lengi gott bæta. Hitt verður þá einnig að hafa í huga að auðveldara er að rífa niður en byggja upp og jafnframt að þjóð í vanda þarf nú öðru fremur á uppbyggingu og trú á nýja framtíð að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á næstu vikum fer vonandi fram efnismikil og ýtarleg umræða um flesta þætti nýs stjórnarskrárfrumvarps bæði á Alþingi og hjá lærðum og leikum í samfélaginu. Kosningafyrirkomulag sem tryggir lýðræði er einn af veigamestu þáttum hverrar stjórnarskrár. Hér á eftir verður reynt að skýra tillögur Stjórnlagaráðs um fyrirkomulag alþingiskosninga út frá þeim markmiðum sem þar voru lögð til grundvallar, í þeirri von að slíkt auki líkur á faglegri umræðu um markmiðin og hvernig þeim verði best náð. Grunnur alþingiskosninga er stjórnmálasamtök og einn af hornsteinum lýðræðis að þingstyrkur þeirra sé í sem bestu samræmi við kjörfylgi. Sátt náðist í Stjórnlagaráði um önnur helstu meginmarkmið nýs kosningafyrirkomulags: 1. Efla lýðræði með því að auka bein áhrif kjósenda á val alþingismanna. 2. Jafna vægi atkvæða. 3. Styrkja tengsl alþingismanna og kjósenda. 4. Raddir sem flestra landsvæða heyrist á Alþingi. 5. Stuðla að því að hlutfall karla og kvenna sé sem jafnast á Alþingi. Markmiðin eru m.a. byggð á niðurstöðum Þjóðfundar, umfjöllun Rannsóknarnefndar Alþingis, reynslu alþingismanna og ýtarlegri umræðu í Stjórnlagaráði. Hvorki er einfalt né auðvelt að ná öllum þessu markmiðum og jafnvel fleirum samtímis og vafalaust má deila um hversu vel það hefur tekist í tillögum Stjórnlagaráðs. Tillögurnar njóta þó mikils stuðnings hjá þjóðinni, ekki síst aukið persónukjör.Verulegt svigrúm Hafa verður í huga að kosningafyrirkomulag er jafnan ekki nákvæmlega útfært í stjórnarskrám en miklu fremur í kosningalögum. Því fær löggjafinn verulegt svigrúm til nánari útfærslu, sem gefur þá jafnframt tækifæri til öfgakenndra ályktana í ýmsar áttir meðan sú útfærsla liggur ekki fyrir. Við þessu hefur jafnan verið brugðist hérlendis með því að semja ný kosningalög samhliða stjórnarskrárbreytingum. Slíkt myndi nú sem fyrr eyða óvissu. Háværar eru þær úrtöluraddir sem telja að landsbyggðin missi a.m.k helming þingmanna og þekkt andlit komi í stað þeirra. Við þessu má bregðast með því að ákveða samhliða stjórnarskrárbreytingum að kjördæmin skuli verða átta (smærri kjördæmi eru lykilatriði varðandi þriðja markmið). Einnig með því að landsbyggðarkjördæmin nýti að fullu heimildir til bundinna þingsæta, sem tryggði þá að lágmarki 23 þingmenn úr landsbyggðarkjördæmum (styrkir fjórða markmið). Með sama hætti mætti ákveða að heimild til að velja frambjóðendur af listum fleiri en einna stjórnmálasamtaka yrði ekki nýtt. Hér kann því sem fyrr að gilda að „vilji er allt sem þarf“. Frá upphafi hefur ferli stjórnarskrárbreytinganna haft það markmið að þjóðin setti sér nýjan samfélagssáttmála. Ef marka má niðurstöður nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu er það verk vel á vegi statt. Það veltur þó mjög á verklagi Alþingis og fræðasamfélagsins hvernig verkinu lýkur. Með vel rökstuddum breytingartillögum („hollum ráðum“) samfara réttmætri gagnrýni má lengi gott bæta. Hitt verður þá einnig að hafa í huga að auðveldara er að rífa niður en byggja upp og jafnframt að þjóð í vanda þarf nú öðru fremur á uppbyggingu og trú á nýja framtíð að halda.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun