Vinnutíminn er stór mínus Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. júlí 2013 09:00 Rósa Birgitta ÍsfeldFréttablaðið/Valli Rósa Birgitta Ísfeld, betur þekkt sem DJ De La Rosa, hóf feril sinn sem plötusnúður um 2003, sem gerir þetta tíunda starfsár hennar. Hún hefur spilað mikið á Prikinu, Kaffibarnum, Sirkus, Boston, Dolly og Bakkus og svo tekur hún að sér einkasamkvæmi. Rósa er einnig söngkona hljómsveitanna Sometime og Feldberg.Hvernig kom það til að þú fórst að DJ-a? „Ég er svo stjórnsöm og verð að fá að ráða. Þetta gerðist nú frekar náttúrulega. Ég byrjaði að prófa að setja nokkrar vínylplötur á fóninn á 22, sem var og hét, á opnum DJ-kvöldum árið 2003. Svo byrjaði ég bara að draga kassa af plötum á hina og þessa staðina, og úr hefur orðið tíu ára ferill.“Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? En leiðinlegast? „Skemmtilegast er einfaldlega að vera alltaf að grúska í tónlist, fylgjast með öllu sem kemur og gagnrýna. Svo er það nú ekki leiðinlegt fyrir tveggja barna móður að djamma frítt, fá borgað og ráða tónlistinni. Leiðinlegast er auðvitað fólkið sem biður endalaust um óskalög; sumir biðja fallega en aðrir alls ekki. Hellaða liðið ætti náttúrulega bara að banna. Það ætti samt kannski að byrja að þeyta skífum því það heldur að ég sé bara glymskratti. Þegar slagarinn Get Lucky var nýkominn út var mér hótað á Dolly að ef ég spilaði ekki þetta lag yrði allt vitlaust. Svo skrapp ég á klósetti, var þá búin að spila lagið stuttu áður, í röðinni var stelpa sem vildi hleypa mér fram fyrir sig ef ég spilaði lagið aftur. Það er óbærilegt.“Af hverju eru svona fáir stelpu-plötusnúðar? „Ég held að vandamálið sé að við erum kallaðar „stelpu-plötusnúðar“ en ekki bara plötusnúðar. Hver segir að ég sé stelpuplötusnúður? Á ég þá bara að spila Rihönnu og Pitbull og öskra „úr að ofan“? Ég hef alltaf flokkað mig með listamönnum og plötusnúðum á borð við KGB, Gísla galdur, Bruff, DJ Yamaho, DJ Kára og þau setja standardinn.“Katla Ásgeirsdóttir Fréttablaðið/Arnþór BirkissonKatla Ásgeirsdóttir, eða DJ Katla, býr í Þingholtunum. Hún er fædd og uppalin í Stokkhólmi. Henni finnst leiðinlegt að fara í bíó, hefur ekki hugmynd um hverjir unnu Eurovision, er forfallinn gleraugnaáhugamaður og á sólgleraugu í tonnatali.Hvernig tónlist spilar þú? „Það fer eiginlega bara eftir því hvernig þú hittir á mig og hvaða vikudagur er. Ég spila mikið diskó, hús, elektró og rokk en á það alveg líka til, og finnst mjög gaman, að spila úr klassískum verkum og dramatíska kvikmyndatónlist.“Ertu plötusnúður að aðalstarfi? „Já.“Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? En leiðinlegast? „Þetta er náttúrulega týpískt hobbí-starf og þar af leiðandi flest skemmtilegt við það, en vinnutíminn er stór mínus. Ég væri alveg til í að spila oftar á skrifstofutíma.“Af hverju þeyta svona fáar stelpur skífum? „Ætli þær séu ekki flestar bara að gera merkilegri hluti? Af hverju gera það svona margir strákar?“Natalie G. GunnarsdóttirFréttablaðið/StefánNatalie G. Gunnarsdóttir, betur þekkt sem DJ Yamaho, er hálfbandarísk og hálfíslensk. Hún hefur starfað við tónlist í rúman áratug. Hún hefur spilað á flestum stöðum á Íslandi en einnig í New York, Berlín, Barcelona og á fleiri stöðum. Natalie vann í kvikmyndagerð samhliða tónlistarferli sínum í mörg ár en fór svo að læra viðskiptafræði við Háskóla Íslands.Þú ert búin að vera lengi í tónlistarbransanum. Hversu lengi eiginlega? „Ég er búin að spila síðan 1999 og nú getur hver reiknað út fyrir sig hversu lengi ég hef spilað. Ég hóf mín plötusnúðastörf á Sirkus og spilaði þar þangað til honum lokaði. Þá var gaman.“Hvers konar tónlist spilar þú? „Ég spila house og teknó. Yfirleitt verður house fyrir valinu þar sem teknó getur verið tormelt á stöðum hér. En mér finnst engu að síður skemmtilegast að spila það.“Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? En leiðinlegast? „Mér finnst skemmtilegast þegar ég get einbeitt mér að dj-settinu mínu og byggt upp einhverja stemmningu. En mér finnst leiðinlegast þegar ég er að spila fyrir hóp af fólki sem gerir ekkert annað en að biðja um Abba eða eitthvað sem það getur sungið með.“Af hverju eru svona fáir stelpu-plötusnúðar? „Ég kenni Sjálfstæðisflokkinum alfarið um það.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Rósa Birgitta ÍsfeldFréttablaðið/Valli Rósa Birgitta Ísfeld, betur þekkt sem DJ De La Rosa, hóf feril sinn sem plötusnúður um 2003, sem gerir þetta tíunda starfsár hennar. Hún hefur spilað mikið á Prikinu, Kaffibarnum, Sirkus, Boston, Dolly og Bakkus og svo tekur hún að sér einkasamkvæmi. Rósa er einnig söngkona hljómsveitanna Sometime og Feldberg.Hvernig kom það til að þú fórst að DJ-a? „Ég er svo stjórnsöm og verð að fá að ráða. Þetta gerðist nú frekar náttúrulega. Ég byrjaði að prófa að setja nokkrar vínylplötur á fóninn á 22, sem var og hét, á opnum DJ-kvöldum árið 2003. Svo byrjaði ég bara að draga kassa af plötum á hina og þessa staðina, og úr hefur orðið tíu ára ferill.“Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? En leiðinlegast? „Skemmtilegast er einfaldlega að vera alltaf að grúska í tónlist, fylgjast með öllu sem kemur og gagnrýna. Svo er það nú ekki leiðinlegt fyrir tveggja barna móður að djamma frítt, fá borgað og ráða tónlistinni. Leiðinlegast er auðvitað fólkið sem biður endalaust um óskalög; sumir biðja fallega en aðrir alls ekki. Hellaða liðið ætti náttúrulega bara að banna. Það ætti samt kannski að byrja að þeyta skífum því það heldur að ég sé bara glymskratti. Þegar slagarinn Get Lucky var nýkominn út var mér hótað á Dolly að ef ég spilaði ekki þetta lag yrði allt vitlaust. Svo skrapp ég á klósetti, var þá búin að spila lagið stuttu áður, í röðinni var stelpa sem vildi hleypa mér fram fyrir sig ef ég spilaði lagið aftur. Það er óbærilegt.“Af hverju eru svona fáir stelpu-plötusnúðar? „Ég held að vandamálið sé að við erum kallaðar „stelpu-plötusnúðar“ en ekki bara plötusnúðar. Hver segir að ég sé stelpuplötusnúður? Á ég þá bara að spila Rihönnu og Pitbull og öskra „úr að ofan“? Ég hef alltaf flokkað mig með listamönnum og plötusnúðum á borð við KGB, Gísla galdur, Bruff, DJ Yamaho, DJ Kára og þau setja standardinn.“Katla Ásgeirsdóttir Fréttablaðið/Arnþór BirkissonKatla Ásgeirsdóttir, eða DJ Katla, býr í Þingholtunum. Hún er fædd og uppalin í Stokkhólmi. Henni finnst leiðinlegt að fara í bíó, hefur ekki hugmynd um hverjir unnu Eurovision, er forfallinn gleraugnaáhugamaður og á sólgleraugu í tonnatali.Hvernig tónlist spilar þú? „Það fer eiginlega bara eftir því hvernig þú hittir á mig og hvaða vikudagur er. Ég spila mikið diskó, hús, elektró og rokk en á það alveg líka til, og finnst mjög gaman, að spila úr klassískum verkum og dramatíska kvikmyndatónlist.“Ertu plötusnúður að aðalstarfi? „Já.“Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? En leiðinlegast? „Þetta er náttúrulega týpískt hobbí-starf og þar af leiðandi flest skemmtilegt við það, en vinnutíminn er stór mínus. Ég væri alveg til í að spila oftar á skrifstofutíma.“Af hverju þeyta svona fáar stelpur skífum? „Ætli þær séu ekki flestar bara að gera merkilegri hluti? Af hverju gera það svona margir strákar?“Natalie G. GunnarsdóttirFréttablaðið/StefánNatalie G. Gunnarsdóttir, betur þekkt sem DJ Yamaho, er hálfbandarísk og hálfíslensk. Hún hefur starfað við tónlist í rúman áratug. Hún hefur spilað á flestum stöðum á Íslandi en einnig í New York, Berlín, Barcelona og á fleiri stöðum. Natalie vann í kvikmyndagerð samhliða tónlistarferli sínum í mörg ár en fór svo að læra viðskiptafræði við Háskóla Íslands.Þú ert búin að vera lengi í tónlistarbransanum. Hversu lengi eiginlega? „Ég er búin að spila síðan 1999 og nú getur hver reiknað út fyrir sig hversu lengi ég hef spilað. Ég hóf mín plötusnúðastörf á Sirkus og spilaði þar þangað til honum lokaði. Þá var gaman.“Hvers konar tónlist spilar þú? „Ég spila house og teknó. Yfirleitt verður house fyrir valinu þar sem teknó getur verið tormelt á stöðum hér. En mér finnst engu að síður skemmtilegast að spila það.“Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? En leiðinlegast? „Mér finnst skemmtilegast þegar ég get einbeitt mér að dj-settinu mínu og byggt upp einhverja stemmningu. En mér finnst leiðinlegast þegar ég er að spila fyrir hóp af fólki sem gerir ekkert annað en að biðja um Abba eða eitthvað sem það getur sungið með.“Af hverju eru svona fáir stelpu-plötusnúðar? „Ég kenni Sjálfstæðisflokkinum alfarið um það.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira