Handbolti

Níundi sigurleikur Löwen í röð

Guðmundur líflegur á línunni sem fyrr.
Guðmundur líflegur á línunni sem fyrr.
Ótrúlegt gengi liðs Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, hélt áfram í dag er liðið vann sinn níunda leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Löwen tók því aftur toppsætið í deildinni sem Kiel tyllti sér um stundarsakir í gær.

Fórnarlömb dagsins voru liðsmenn Magdeburgar en Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi liðsins vegna veikinda.

Lokatölur 30-22 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17-9 fyrir Löwen. Fyrirfram var búist við nokkuð jöfnum leik en Löwen bara miklu sterkara í dag.

Alexander Petersson átti fínan leik fyrir Löwen í dag og skoraði þrjú mörk. Uwe Gensheimer var markahæstur með ellefu mörk, þar af fjögur úr vítum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×