Hitabeltisstormurinn Ísak er við það að ná fellibylisstyrk. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana en reiknað er með að Ísak skelli á borgina New Orleans í kvöld. Þá verða liðin nákvæmlega sjö ár frá því að fellibylurinn Katrina lagði stóran hluta borgarinnar í rúst.
Þegar er byrjað að flytja borgarbúa úr þeim hverfum sem talið er að verði verst úti þegar Ísak skellur á New Orleans. Einnig hefur fólk verið flutt frá strandsvæðum í Alabama.
Vegna Ísaks hafa ríkisstjórarnir í Louisiana, Alabama og Mississippi afboðað komu sína á landsfund Repúblikanaflokksins sem hefst í Flórída í dag.
Ísak nálgast fellibylsstyrk, skellur á New Orleans í kvöld
