Afbrotum fækkar eftir sérstakt átak lögreglu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. október 2012 22:48 Innbrotum og öðrum auðgunarbrotum hefur fækkað umtalsvert síðustu tvö ár. Til dæmis voru innbrot í september á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki. Er það rakið til sérstaks átaks sem lögreglan réðst í. Í afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra sem komu út í síðustu viku má sjá markverða fækkun innbrota á þessu ári þegar tölurnar eru bornar saman við árin tvö á undan. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru eittþúsund áttatíu og fjögur innbrot skráð. Í fyrra á sama tímabili voru innbrotin þrettánhundruð áttatíu og þrjú og árið tvöþúsund og tíu voru þau tvöfallt fleiri en í ár, eða tvöþúsund eitthundruð nítíu og fimm. Að sögn lögreglu má rekja árangurinn til verkefnis sem hófst í september 2009 og nefnist virkir brotamenn. Þá var farið að kortleggja vandann betur. „Og að beita líka úrræðum gegn síbrotamönnum, að leiða þá fyrir dómara og fá þá úrskuðaða í síbrotagæslu þannig að það sé hægt að ljúka málum þeirra. Með þessu höfum við komið í veg fyrir að brotamönnum geti fjölda mála áður en þeir taka afleiðingum með dómi," segir Jón H. B. Snorrason, lögreglustjóri. Að auki hefur gefist vel að skipta löggæslunni upp á fimm lögreglustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þannig fái lögreglan betri yfirsýn yfir viðkomandi hverfi. Þriðji þátturinn er síðan góð samskipti á milli lögreglu og borgaranna og verkefni á borð við nágrannavörslu. Og sú staðreynd að sjaldan eða aldrei hafi færri innbrot verið framin eins og nú í september sýnir lögreglunni að menn séu á réttri leið: „Fyrirheit um einhvern árangur sem við eigum að leggja metnað í að viðhalda," segir Jón. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Innbrotum og öðrum auðgunarbrotum hefur fækkað umtalsvert síðustu tvö ár. Til dæmis voru innbrot í september á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki. Er það rakið til sérstaks átaks sem lögreglan réðst í. Í afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra sem komu út í síðustu viku má sjá markverða fækkun innbrota á þessu ári þegar tölurnar eru bornar saman við árin tvö á undan. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru eittþúsund áttatíu og fjögur innbrot skráð. Í fyrra á sama tímabili voru innbrotin þrettánhundruð áttatíu og þrjú og árið tvöþúsund og tíu voru þau tvöfallt fleiri en í ár, eða tvöþúsund eitthundruð nítíu og fimm. Að sögn lögreglu má rekja árangurinn til verkefnis sem hófst í september 2009 og nefnist virkir brotamenn. Þá var farið að kortleggja vandann betur. „Og að beita líka úrræðum gegn síbrotamönnum, að leiða þá fyrir dómara og fá þá úrskuðaða í síbrotagæslu þannig að það sé hægt að ljúka málum þeirra. Með þessu höfum við komið í veg fyrir að brotamönnum geti fjölda mála áður en þeir taka afleiðingum með dómi," segir Jón H. B. Snorrason, lögreglustjóri. Að auki hefur gefist vel að skipta löggæslunni upp á fimm lögreglustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þannig fái lögreglan betri yfirsýn yfir viðkomandi hverfi. Þriðji þátturinn er síðan góð samskipti á milli lögreglu og borgaranna og verkefni á borð við nágrannavörslu. Og sú staðreynd að sjaldan eða aldrei hafi færri innbrot verið framin eins og nú í september sýnir lögreglunni að menn séu á réttri leið: „Fyrirheit um einhvern árangur sem við eigum að leggja metnað í að viðhalda," segir Jón.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira