Lífið

Sindri og Sveppi stökkva yfir Klambratúni í dag

Sindri og Sveppi bera sig mannalega fyrir gjörningin en hætt er við því að þá kvíði allverulega fyrir.
Sindri og Sveppi bera sig mannalega fyrir gjörningin en hætt er við því að þá kvíði allverulega fyrir.
Sjónvarpsmennirnir Sindri Sindrason og Sveppi ætla að stökkva úr fallhlíf yfir Klambratúni í dag. Þeir ætla sér að lenda á túninu klukkan 16. Sindri skoraði á Sveppa að fylgja sér í stökki en þeir ætla að taka uppátækið upp fyrir innslag í Íslandi í dag sem verður sýnt annað kvöld.

Tilefnið er frumsýning skemmtiþáttarins Evrópska draumsins á Stöð 2 á föstudag. Þar eru í aðalhlutverki æringjarnir Sveppi, Pétur Jóhann, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. Í þáttunum þeysast þeir félagar um Evrópu og keppast um að safna stigum með því að leysa skemmtilegar þrautir, allt í senn fyndnar, vandræðalegar, erfiðar og háskalegar.

Auddi og Steindi fengu meðal annars það verkefni að fara í fallhlífarstökk. Þeir eru andstæðingar Sveppa og Péturs Jóhanns í þættinum og að sjálfsögðu vill Sveppi sýna það og sanna fyrir alþjóð að hann sé engu minni maður.

Stöð 2, Evrópski draumurinn og Ísland í dag hvetja fólk til að kíkja við á Klambratúni í dag og taka á móti þessum miklu ofurhugum þegar þeir lenda.



Uppfært kl. 16.20: Því miður þurfti að fresta stökkinu en það er áætlað á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.