Þrjár raddir komu fram fyrir milljón Norðmenn 31. október 2012 06:00 „Þáttastjórnandinn hafði heyrt í okkur og það var hann sem hafði samband og spurði hvort við vildum taka þátt. Þetta var ótrúlega gaman og við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Sandra Þórðardóttir. Sönghópurinn Þrjár raddir og Beatur tóku þátt í sjónvarpsþættinum Beat for Beat sem sýndur var á NRK á föstudag. Sandra skipar sveitina ásamt Ingu Þyrí Þórðardóttur, Kenyu Emil og Bjarti „Beatur“ Guðjónssyni taktkjafti, en hópurinn hefur verið búsettur í Noregi síðustu tvö árin.Beat for Beat er skemmtiþáttur sem sýndur er í norska ríkissjónvarpinu og er það Ivar Dyrhaug sem stýrir þættinum ásamt tónlistarmönnunum Gisle Børge Styve og Trond Nagell Dahl. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Noregi og að sögn Söndru horfir um milljón manns á hann hvert föstudagskvöld. Ásamt því að keppa í þættinum tók sveitin einnig eitt lag fyrir áhorfendur. Spurð um úrslitin segir Sandra hlæjandi: „Að sjálfsögðu unnum við.“Hún vonar að þátttökunni fylgi aukið umtal og fleiri verkefni fyrir sönghópinn. „Hérna ganga hlutirnir ekki eins fyrir sig og heima, hér er mjög erfitt að fá umfjöllun ef þú ert ekki frægur. En við vonum að þátttakan í Beat for Beat muni leiða til stærri og fleiri verkefna. Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir í tölvupósti eftir þáttinn sem er æðislegt.“Hópurinn hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Noregs fyrir tveimur árum. „Við erum ævintýragjörn og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Fyrst bjuggum við öll í einu herbergi sem við leigðum á 240 þúsund krónur, borðuðum túnfisk í öll mál og vorum næstum búin að drepa hvert annað. Núna búum við hvert í sinni íbúð og það er mun betra,“ segir hún og hlær.Spurð út í önnur verkefni söngsveitarinnar segir Sandra þau vinna að uppsetningu leiksýningar sem sýnd verður í Óperuhúsinu í Ósló í mars. „Leikstjóri sýningarinnar vildi endilega fá okkur með sér í lið. Sýningin fjallar um útgáfufyrirtækið Motown og við erum núna í því að útsetja lög fyrir sýninguna.“ sara@frettabladid.is. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Þáttastjórnandinn hafði heyrt í okkur og það var hann sem hafði samband og spurði hvort við vildum taka þátt. Þetta var ótrúlega gaman og við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Sandra Þórðardóttir. Sönghópurinn Þrjár raddir og Beatur tóku þátt í sjónvarpsþættinum Beat for Beat sem sýndur var á NRK á föstudag. Sandra skipar sveitina ásamt Ingu Þyrí Þórðardóttur, Kenyu Emil og Bjarti „Beatur“ Guðjónssyni taktkjafti, en hópurinn hefur verið búsettur í Noregi síðustu tvö árin.Beat for Beat er skemmtiþáttur sem sýndur er í norska ríkissjónvarpinu og er það Ivar Dyrhaug sem stýrir þættinum ásamt tónlistarmönnunum Gisle Børge Styve og Trond Nagell Dahl. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Noregi og að sögn Söndru horfir um milljón manns á hann hvert föstudagskvöld. Ásamt því að keppa í þættinum tók sveitin einnig eitt lag fyrir áhorfendur. Spurð um úrslitin segir Sandra hlæjandi: „Að sjálfsögðu unnum við.“Hún vonar að þátttökunni fylgi aukið umtal og fleiri verkefni fyrir sönghópinn. „Hérna ganga hlutirnir ekki eins fyrir sig og heima, hér er mjög erfitt að fá umfjöllun ef þú ert ekki frægur. En við vonum að þátttakan í Beat for Beat muni leiða til stærri og fleiri verkefna. Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir í tölvupósti eftir þáttinn sem er æðislegt.“Hópurinn hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Noregs fyrir tveimur árum. „Við erum ævintýragjörn og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Fyrst bjuggum við öll í einu herbergi sem við leigðum á 240 þúsund krónur, borðuðum túnfisk í öll mál og vorum næstum búin að drepa hvert annað. Núna búum við hvert í sinni íbúð og það er mun betra,“ segir hún og hlær.Spurð út í önnur verkefni söngsveitarinnar segir Sandra þau vinna að uppsetningu leiksýningar sem sýnd verður í Óperuhúsinu í Ósló í mars. „Leikstjóri sýningarinnar vildi endilega fá okkur með sér í lið. Sýningin fjallar um útgáfufyrirtækið Motown og við erum núna í því að útsetja lög fyrir sýninguna.“ sara@frettabladid.is.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira