Helgarmatur Loga Geirssonar: Kjúklingur með sætum 13. apríl 2012 11:00 „Uppáhaldið mitt er þessi uppskrift sem ég og konan eldum saman um helgar," segir Logi Geirsson sem sér um helgarmat Lífsins þessa vikuna. Logi leggur stund á viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst, þjálfar í gegnum heimasíðuna sína www.logigeirsson.is, ásamt því að halda fyrirlestra vítt og breitt um landið.Kjúklingur með sætum4 kjúklingabringur1 poki spínat 300-400 grömm1-2 sætar kartöflur ( fer eftir stærð)5-6 hvítlauksrif (stór)um 5 cm engiferrótfetaostur í kryddlegiferskt kóríander Sneiðið niður sætar kartöflur og þekið botn á eldföstu móti. Engiferrótin og hvítlaukurinn maukuð í matvinnsluvél og síðan dreift yfir kartöflurnar. Allt spínatið sett yfir (þótt það virðist mikið þá hverfur það í ofninum) svo er slatta af fetaosti og olíu hellt yfir það (1/3 af krukku). Þetta er sett inn í ofn í um 20 mínútur við 180-200°C. Kjúklingabringurnar kryddaðar (með t.d. Best á kjúllann) forsteiktar í grilli eða á pönnu um 85% af eldunartíma (kjöthitamælir sýnir um 72°C ). Bringurnar svo settar ofan á spínatið og haft inni í um 10 mínútur í viðbót eða þar til bringurnar eru full eldaðar. og kjöthitamælir sýnir 83°C. Takið fatið úr ofninum og stráið ferskum kóríander yfir. Borið fram með fersku salati og kaldri hvítlaukssósu. Gerist varla betra!www.logigeirsson.is Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
„Uppáhaldið mitt er þessi uppskrift sem ég og konan eldum saman um helgar," segir Logi Geirsson sem sér um helgarmat Lífsins þessa vikuna. Logi leggur stund á viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst, þjálfar í gegnum heimasíðuna sína www.logigeirsson.is, ásamt því að halda fyrirlestra vítt og breitt um landið.Kjúklingur með sætum4 kjúklingabringur1 poki spínat 300-400 grömm1-2 sætar kartöflur ( fer eftir stærð)5-6 hvítlauksrif (stór)um 5 cm engiferrótfetaostur í kryddlegiferskt kóríander Sneiðið niður sætar kartöflur og þekið botn á eldföstu móti. Engiferrótin og hvítlaukurinn maukuð í matvinnsluvél og síðan dreift yfir kartöflurnar. Allt spínatið sett yfir (þótt það virðist mikið þá hverfur það í ofninum) svo er slatta af fetaosti og olíu hellt yfir það (1/3 af krukku). Þetta er sett inn í ofn í um 20 mínútur við 180-200°C. Kjúklingabringurnar kryddaðar (með t.d. Best á kjúllann) forsteiktar í grilli eða á pönnu um 85% af eldunartíma (kjöthitamælir sýnir um 72°C ). Bringurnar svo settar ofan á spínatið og haft inni í um 10 mínútur í viðbót eða þar til bringurnar eru full eldaðar. og kjöthitamælir sýnir 83°C. Takið fatið úr ofninum og stráið ferskum kóríander yfir. Borið fram með fersku salati og kaldri hvítlaukssósu. Gerist varla betra!www.logigeirsson.is
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira