Erlent

Fyrsta Gay-Pride í Víetnam

Frá hjólagöngunni í Víetnam í dag.
Frá hjólagöngunni í Víetnam í dag.
Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra.

Nokkur ár eru frá því að samkynhneigð var álitin „félagslega ill" í landinu ásamt eiturlyfjanotkun og vændi en dómsmálaráðherrann lagði fyrir stuttu fram tillögu um lögleiðingu hjónabands fólks af sama kyni.

„Ég er ánægð. Þótt lögin um hjónabönd samkynhneigðra hafi ekki enn verið samþykkt er það sigur fyrir okkur að þau skuli rædd í alvöru. Þegar lögin verða samþykkt munum

við tvímælalaust skrá okkur," segir Nguyen Thi Chi, lesbía frá Víetnam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×