Íslensk orka – framtíðarsýn Svavar Jónatansson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Íslendingar njóta þeirra forréttinda að ráða yfir hlutfallslega meiri óbeislaðri hreinni orku en aðrar Evrópuþjóðir. Þegar hafa 1.900 MW verið virkjuð í vatnsorku og líklegt að fýsilegt verði að virkja 1.000 - 1.500 MW til viðbótar. Í jarðhita hafa um 570 MW verið virkjuð til rafmagnsframleiðslu og sennilega fýsilegt að a.m.k. þrefalda það afl. Skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar um hve mikinn hluta mögulegrar orkuframleiðslu sé ásættanlegt að nýta. Náttúruverndar- og umhverfissjónarmið koma inn í það mat. Líklegt er þó að meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að auka orkuvinnslu umtalsvert frá því sem nú er, til hagsbóta fyrir landsmenn. Sú skoðun hefur verið sett fram í fjölmiðlum að orkulindir okkar séu að tæmast og ekkert eða lítið sé eftir fyrir komandi kynslóðir. Þetta er alrangt. Vatnsaflsvirkjanirnar eru í eðli sínu varanlegar og munu framleiða hreina orku um langa framtíð með eðlilegu viðhaldi og endurbyggingu. Hafa ber einnig í huga að enn er mögulegt að meira en tvöfalda orkuframleiðsluna með nýjum vatnsafls- og jarðhitaorkuverum. Þá er og vitað að í sjávarföllum og sjávarstraumum við landið er mikil orka auk vindorku, sem eflaust verður nýtt landsmönnum til hagsbóta. Að öllu samanlögðu er því augljóst að Íslendingar eiga enn mikla ónýtta orku. Hér hefur ekki verið minnst á hugsanlegar olíulindir í lögsögu landsins, enda er það önnur saga. Mikil vinna hefur verið lögð í svonefnda Rammaáætlun í þeim tilgangi að meta og skilgreina orkukosti landsins jafnframt því að reyna að skapa sátt og samstöðu um nýtingu orkulindanna. Augljóslega lítur ekki vel út með að þjóðarsátt náist á grundvelli þeirrar þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi nýverið. Líta má jafnvel svo á, að með tillögunni sé nánast verið að útiloka nýtingu vatnsafls til orkuframleiðslu í náinni framtíð, en draga má stórlega í efa að meirihluti þjóðarinnar sé sáttur við þær fyrirætlanir. Í ljósi þessara „staðreynda“ er eðlilegt að grandskoða framtíð orkumála okkar. Hvað og hve mikið á að virkja og hvernig á að ná sem hagstæðustu verði fyrir þá orku sem við getum og viljum framleiða. Þörfin fyrir skjóta þjóðarsátt um Rammaáætlun er því mjög áríðandi. Miklir þjóðarhagsmunir eru í húfi. Sækapall til EvrópuEin er sú leið til orkusölu sem nokkuð hefur verið skoðuð, en það er orkusala um sækapal til Evrópu. Tveir möguleikar hafa einkum verið skoðaðir, 1.200 km langur kapall til Skotlands og 1.900 km kapall til meginlandsins. Orkutöp í 1.200 km kapli eru talin verða 6% en fara lækkandi með bættri tækni. Slíkur kapall þyrfti væntanlega að miðast við 600-700 MW aflgetu. Forsenda fyrir orkusölu til Evrópu er viðvarandi orkuskortur þar og hátt orkuverð. Staðreynd er að Þjóðverjar hafa ákveðið að loka öllum kjarnorkuverum sínum (20 GW) fyrir 2023 og Svisslendingar eru einnig að loka sínum kjarnorkuverum. Í Evrópu er stefnt að því að fjölga vind- og sólarorkuverum til að fullnægja orkuþörfinni þegar kjarnorkuverin loka. Gallinn við þessar lausnir er að vindorkuver framleiða ekki orku nema vindurinn blási og sólarorkuver þá aðeins að sólin skíni. Mikil þörf verður því fyrir topporku til að fylla upp í skörðin, sem óhjákvæmilega verða mikil og djúp. Fyrir topporkuna eru Evrópubúar reiðubúnir að borga hátt verð, ekki síst þegar um mengunarfría hreina vatns- eða jarðhitaorku er að ræða. Með hliðsjón af framansögðu virðast góðar líkur á að lagning sækapals frá Íslandi til Evrópu sé tæknilega möguleg og hann að líkindum hagkvæmur kostur fyrir sölu íslenskrar orku í þeim mæli sem okkur hentar. Kostir tengingar við orkukerfi meginlandsins eru margir og má þar m.a. nefna: 1. Vegna einangrunar íslenska orkukerfisins eru takmarkanir á fullnýtingu framleiðslugetu vatnsaflsvirkjananna. Líklegt er að 150-200 MW nýtist illa eða ekki af þessum sökum. Með sækapaltenginu væri hægt að selja þessa orku til Evrópu á mjög hagstæðu verði. 2. Einnig er líklegt að með endurbótum á búnaði í virkjunum megi auka aflgetu þeirra um a.m.k. 150 MW. Með kapaltengingu og tiltölulega litlum aðgerðum væri því hægt að auka aflgetu vatnsaflsvirkjananna um samtals 350 MW, en það svarar til helmings afls sækapals. 3. Þá má nefna að með tengingu við Evrópunetið mætti nýta aukið rennsli í virkjuðum jökulám til orkuframleiðslu. Hér er um að ræða aukið rennsli vegna bráðnunar jökla næstu 100 árin, sem jökla- og veðurfræðingar spá. Þarna gæti verið um allt að 150 MW aukningu að ræða. 4. Með sækapaltengingu verður orkukerfi landsins hluti af því evrópska. Orkuverð í Evrópu er verulega hærra en orkuverð á Íslandi. Orkuverð hér mun því vafalítið hækka, einkum til stóriðju. Hagnað af orkusölu um sækapal mætti nota til að lækka skatta á Íslandi til mótvægis við hærra orkuverð. 5. Fýsilegt gæti einnig verið fyrir rekstur sækapals að flytja afgangsorku kola- og gasorkuvera í Evrópu um kapalinn til Íslands, þar sem hún yrði notuð til að dæla vatni upp í miðlanir, sem yrði svo nýtt til orkuframleiðslu að degi til þegar orku skortir ytra. Þetta gæti því verið hagkvæmur kostur fyrir báða aðila. 6. Síðast en ekki síst má nefna að ef til alvarlegra náttúruhamfara kæmi á Íslandi, t.d. vegna eldgosa í Vatnajökli og hamfaraflóða samfara þeim, væri mögulegt að fá orku um kapalinn frá Evrópu til að forða neyðarástandi sem annars gæti skapast. Gera má ráð fyrir að undirbúningur og framkvæmdir taki 10 ár. Líklegt er að orkuverð inn á Evrópunetið verði á þessum tíma allt að 60 Evrur/MWst og mun árssala um 700 MW kapal því geta orðið liðlega 300 milljónir evra eða nálægt 50 milljörðum króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar njóta þeirra forréttinda að ráða yfir hlutfallslega meiri óbeislaðri hreinni orku en aðrar Evrópuþjóðir. Þegar hafa 1.900 MW verið virkjuð í vatnsorku og líklegt að fýsilegt verði að virkja 1.000 - 1.500 MW til viðbótar. Í jarðhita hafa um 570 MW verið virkjuð til rafmagnsframleiðslu og sennilega fýsilegt að a.m.k. þrefalda það afl. Skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar um hve mikinn hluta mögulegrar orkuframleiðslu sé ásættanlegt að nýta. Náttúruverndar- og umhverfissjónarmið koma inn í það mat. Líklegt er þó að meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að auka orkuvinnslu umtalsvert frá því sem nú er, til hagsbóta fyrir landsmenn. Sú skoðun hefur verið sett fram í fjölmiðlum að orkulindir okkar séu að tæmast og ekkert eða lítið sé eftir fyrir komandi kynslóðir. Þetta er alrangt. Vatnsaflsvirkjanirnar eru í eðli sínu varanlegar og munu framleiða hreina orku um langa framtíð með eðlilegu viðhaldi og endurbyggingu. Hafa ber einnig í huga að enn er mögulegt að meira en tvöfalda orkuframleiðsluna með nýjum vatnsafls- og jarðhitaorkuverum. Þá er og vitað að í sjávarföllum og sjávarstraumum við landið er mikil orka auk vindorku, sem eflaust verður nýtt landsmönnum til hagsbóta. Að öllu samanlögðu er því augljóst að Íslendingar eiga enn mikla ónýtta orku. Hér hefur ekki verið minnst á hugsanlegar olíulindir í lögsögu landsins, enda er það önnur saga. Mikil vinna hefur verið lögð í svonefnda Rammaáætlun í þeim tilgangi að meta og skilgreina orkukosti landsins jafnframt því að reyna að skapa sátt og samstöðu um nýtingu orkulindanna. Augljóslega lítur ekki vel út með að þjóðarsátt náist á grundvelli þeirrar þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi nýverið. Líta má jafnvel svo á, að með tillögunni sé nánast verið að útiloka nýtingu vatnsafls til orkuframleiðslu í náinni framtíð, en draga má stórlega í efa að meirihluti þjóðarinnar sé sáttur við þær fyrirætlanir. Í ljósi þessara „staðreynda“ er eðlilegt að grandskoða framtíð orkumála okkar. Hvað og hve mikið á að virkja og hvernig á að ná sem hagstæðustu verði fyrir þá orku sem við getum og viljum framleiða. Þörfin fyrir skjóta þjóðarsátt um Rammaáætlun er því mjög áríðandi. Miklir þjóðarhagsmunir eru í húfi. Sækapall til EvrópuEin er sú leið til orkusölu sem nokkuð hefur verið skoðuð, en það er orkusala um sækapal til Evrópu. Tveir möguleikar hafa einkum verið skoðaðir, 1.200 km langur kapall til Skotlands og 1.900 km kapall til meginlandsins. Orkutöp í 1.200 km kapli eru talin verða 6% en fara lækkandi með bættri tækni. Slíkur kapall þyrfti væntanlega að miðast við 600-700 MW aflgetu. Forsenda fyrir orkusölu til Evrópu er viðvarandi orkuskortur þar og hátt orkuverð. Staðreynd er að Þjóðverjar hafa ákveðið að loka öllum kjarnorkuverum sínum (20 GW) fyrir 2023 og Svisslendingar eru einnig að loka sínum kjarnorkuverum. Í Evrópu er stefnt að því að fjölga vind- og sólarorkuverum til að fullnægja orkuþörfinni þegar kjarnorkuverin loka. Gallinn við þessar lausnir er að vindorkuver framleiða ekki orku nema vindurinn blási og sólarorkuver þá aðeins að sólin skíni. Mikil þörf verður því fyrir topporku til að fylla upp í skörðin, sem óhjákvæmilega verða mikil og djúp. Fyrir topporkuna eru Evrópubúar reiðubúnir að borga hátt verð, ekki síst þegar um mengunarfría hreina vatns- eða jarðhitaorku er að ræða. Með hliðsjón af framansögðu virðast góðar líkur á að lagning sækapals frá Íslandi til Evrópu sé tæknilega möguleg og hann að líkindum hagkvæmur kostur fyrir sölu íslenskrar orku í þeim mæli sem okkur hentar. Kostir tengingar við orkukerfi meginlandsins eru margir og má þar m.a. nefna: 1. Vegna einangrunar íslenska orkukerfisins eru takmarkanir á fullnýtingu framleiðslugetu vatnsaflsvirkjananna. Líklegt er að 150-200 MW nýtist illa eða ekki af þessum sökum. Með sækapaltenginu væri hægt að selja þessa orku til Evrópu á mjög hagstæðu verði. 2. Einnig er líklegt að með endurbótum á búnaði í virkjunum megi auka aflgetu þeirra um a.m.k. 150 MW. Með kapaltengingu og tiltölulega litlum aðgerðum væri því hægt að auka aflgetu vatnsaflsvirkjananna um samtals 350 MW, en það svarar til helmings afls sækapals. 3. Þá má nefna að með tengingu við Evrópunetið mætti nýta aukið rennsli í virkjuðum jökulám til orkuframleiðslu. Hér er um að ræða aukið rennsli vegna bráðnunar jökla næstu 100 árin, sem jökla- og veðurfræðingar spá. Þarna gæti verið um allt að 150 MW aukningu að ræða. 4. Með sækapaltengingu verður orkukerfi landsins hluti af því evrópska. Orkuverð í Evrópu er verulega hærra en orkuverð á Íslandi. Orkuverð hér mun því vafalítið hækka, einkum til stóriðju. Hagnað af orkusölu um sækapal mætti nota til að lækka skatta á Íslandi til mótvægis við hærra orkuverð. 5. Fýsilegt gæti einnig verið fyrir rekstur sækapals að flytja afgangsorku kola- og gasorkuvera í Evrópu um kapalinn til Íslands, þar sem hún yrði notuð til að dæla vatni upp í miðlanir, sem yrði svo nýtt til orkuframleiðslu að degi til þegar orku skortir ytra. Þetta gæti því verið hagkvæmur kostur fyrir báða aðila. 6. Síðast en ekki síst má nefna að ef til alvarlegra náttúruhamfara kæmi á Íslandi, t.d. vegna eldgosa í Vatnajökli og hamfaraflóða samfara þeim, væri mögulegt að fá orku um kapalinn frá Evrópu til að forða neyðarástandi sem annars gæti skapast. Gera má ráð fyrir að undirbúningur og framkvæmdir taki 10 ár. Líklegt er að orkuverð inn á Evrópunetið verði á þessum tíma allt að 60 Evrur/MWst og mun árssala um 700 MW kapal því geta orðið liðlega 300 milljónir evra eða nálægt 50 milljörðum króna.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun