Erlent

Rannsaka dauða yfir 500 pelikana á strönd í Perú

Stjórnvöld í Perú eru nú að rannsaka dauða yfir 500 pelikana en hræ þeirra fundust á 70 kílómetra langri strandlengju í norðurhluta landsins.

Fyrstu rannsóknir benda til að fuglarnir hafi drepist á ströndinni en ekki rekið dauðir á land. Fyrr í ár rak yfir 700 dauða höfrunga á landi á þessari sömu strandlengju og ekki er enn vitað hvað varð þeim að bana.

Stjórnvöld í Perú hafa miklar áhyggjur af þessu máli en helst er talið að einhver áður óþekktur vírus hafi valdið dauða pelikananna og jafnvel einnig höfrunganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×