Vika bankabókarinnar Kristján Freyr Halldórsson skrifar 30. apríl 2012 16:53 Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf. Nei, æææi. Ég er bara orðinn svo þreyttur á svona skrifum eða tali um nýja Ísland, kreppuna, horfum fram á við en ekki í baksýnisspegilinn, afskriftir allra sem skulduðu ógeeðslega mikið af peningum og á sama tíma að horfa á núðluuppskriftir þeirra sem skulduðu ekki nægilega mikið. Ókei, sorrí. En ég er semsagt bóksali og er að fagna Viku bókarinnar um þessar mundir. Við erum ca. 12-14 manns sem vinnum í Bókabúð Máls og menningar og eigum örugglega það helst sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir bókum. Í Viku bókarinnar er mikið um nýja útgáfu, það er vor í lofti og Félag íslenskra bókaútgefenda sendir öllum heimilum á landinu "ávísun á lestur" inn um lúguna. Það er skemmtilegt og flott framtak, þar sem fólk getur framvísað ávísuninni í næstu bókabúð og fengið um 1.000 kr. Afslátt. Svokölluð Þjóðargjöf. En í ár var var gleðin hálfpartinn tekin af manni við þetta fyrirkomulag. Sko, eins og þið vitið þá er einn ráðandi bóksali á landinu sem heitir Penninn/Eymundsson. Það fyrirtæki er undir hatti Arion banka. Þið vissuð þetta svo sem. Eða hvað, vita þetta ekki allir? Penninn og þ.a.l. Eymundson hefur verið í eigu Arion banka frá því að fyrirtækið fór á hausinn. Ég vann sko hjá Pennanum einu sinni, Penninn nefnilega keypti Mál og menningu á sínum tíma, og það er rosalega mikið af góðu fólki sem vinnur þar. En málið snýst ekki um það svo sem, Penninn er í söluferli og kannski breytist eitthvað. En nú hefur Félag íslenskra bókaútgefenda nefnilega nána samvinnu við Arion banka um Viku bókarinnar, þ.e. Arion banki sér um alla umsýslu við ávísanirnar og m.a.s. getur fólk sótt fleiri ávísanir í næsta útibú bankans. Í Fréttablaðinu á dögunum mátti glöggt sjá að Eymundsson (Arion banki) hefur náð að eigna sér Viku bókarinnar. Eymundsson auglýsti að fólk gæti nálgast ávísanir í öllum verslunum sínum um land allt. Hið títtnefnda Félag íslenskra bókaútgefenda sendi þó mann út af örkinni með 20-30 stk af ávísunum til okkar í Mál og menningu, svona ef vera skyldi að einhver skyldi nú villast inn til okkar til að taka þátt í "Viku bankabókarinnar". Æji, plís. Vá hvað þetta er leiðinlegt bréf hjá mér. EN samt. Á maður bara alltaf að þegja og bíða bara og horfa á? Húsgagnaframleiðendur auglýstu í opnu síðasta haust en þeir hafa margir hverjir þurft að líða verulega skakka mynd þegar keppt er við ríkisbankann í húsgagnabransanum, þ.e. Pennann. Ég ætla hinsvegar ekki að kaupa opnu, ég þarf nefnilega að selja rosalega margar bækur til þess að greiða það. Auk þess er hætta á að Eymundsson (Arion banki) væri með þrjár aðrar opnur með bókaauglýsingum í sama blaði. Starfsmaður í Máli og menningu hringdi í vikunni í Félag íslenskra bókaútgefenda og óskaði eftir því að fá fleiri ávísanir til að gauka að okkar viðskiptavinum ef þau skyldu gleyma sínum. Sá sem svaraði fyrir Félagið brást illa við og sagði að ef viðskiptavinir væru ekki með ávísun þá ættum við að benda þeim að kvarta í Íslandspósti. Þar liggur munurinn; fólk getur fengið ávísun í næsta útibúi Eymundsson eða Arion banka en við bendum okkar kúnnum á að kvarta í Póstinum. Jæja, eftir stendur að ég er kannski stimplaður sem fúli gaurinn eftir þessa litlu grein, ég sem er á móti öllu og neikvæður, og það nennir enginn að versla af fúla gaurnum! En ég er það bara alls ekki, ég er ekki fúli gaurinn og ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LESA GREININA MEÐ RÖDD FÚLA GAURSINS. Ég er bara yfirleitt í góðu skapi, mér finnst frábært að vinna í Máli og menningu, þar er gott starfsfólk, við eigum sem betur fer mjög marga og góða viðskiptavini og við reynum bara eftir fremsta megni að hugsa um þá sem labba inn í búð til okkar og þjónusta þá eftir fremsta megni. Annars hvet ég alla landsmenn til að nýta sér ávísunina. Lestur bóka er vissulega af hinu góða og þörf að sýna góða fyrirmynd í lestri þegar kemur að ungdómnum. Það má samt alveg fara að rétta myndina, þetta er óeðlilegt viðskiptaumhverfi og í þetta skipti er Félag íslenskra bókaútgefenda svo sannarlega ekki að hjálpa til við að laga skekkjuna! Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og almennt næs gaur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf. Nei, æææi. Ég er bara orðinn svo þreyttur á svona skrifum eða tali um nýja Ísland, kreppuna, horfum fram á við en ekki í baksýnisspegilinn, afskriftir allra sem skulduðu ógeeðslega mikið af peningum og á sama tíma að horfa á núðluuppskriftir þeirra sem skulduðu ekki nægilega mikið. Ókei, sorrí. En ég er semsagt bóksali og er að fagna Viku bókarinnar um þessar mundir. Við erum ca. 12-14 manns sem vinnum í Bókabúð Máls og menningar og eigum örugglega það helst sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir bókum. Í Viku bókarinnar er mikið um nýja útgáfu, það er vor í lofti og Félag íslenskra bókaútgefenda sendir öllum heimilum á landinu "ávísun á lestur" inn um lúguna. Það er skemmtilegt og flott framtak, þar sem fólk getur framvísað ávísuninni í næstu bókabúð og fengið um 1.000 kr. Afslátt. Svokölluð Þjóðargjöf. En í ár var var gleðin hálfpartinn tekin af manni við þetta fyrirkomulag. Sko, eins og þið vitið þá er einn ráðandi bóksali á landinu sem heitir Penninn/Eymundsson. Það fyrirtæki er undir hatti Arion banka. Þið vissuð þetta svo sem. Eða hvað, vita þetta ekki allir? Penninn og þ.a.l. Eymundson hefur verið í eigu Arion banka frá því að fyrirtækið fór á hausinn. Ég vann sko hjá Pennanum einu sinni, Penninn nefnilega keypti Mál og menningu á sínum tíma, og það er rosalega mikið af góðu fólki sem vinnur þar. En málið snýst ekki um það svo sem, Penninn er í söluferli og kannski breytist eitthvað. En nú hefur Félag íslenskra bókaútgefenda nefnilega nána samvinnu við Arion banka um Viku bókarinnar, þ.e. Arion banki sér um alla umsýslu við ávísanirnar og m.a.s. getur fólk sótt fleiri ávísanir í næsta útibú bankans. Í Fréttablaðinu á dögunum mátti glöggt sjá að Eymundsson (Arion banki) hefur náð að eigna sér Viku bókarinnar. Eymundsson auglýsti að fólk gæti nálgast ávísanir í öllum verslunum sínum um land allt. Hið títtnefnda Félag íslenskra bókaútgefenda sendi þó mann út af örkinni með 20-30 stk af ávísunum til okkar í Mál og menningu, svona ef vera skyldi að einhver skyldi nú villast inn til okkar til að taka þátt í "Viku bankabókarinnar". Æji, plís. Vá hvað þetta er leiðinlegt bréf hjá mér. EN samt. Á maður bara alltaf að þegja og bíða bara og horfa á? Húsgagnaframleiðendur auglýstu í opnu síðasta haust en þeir hafa margir hverjir þurft að líða verulega skakka mynd þegar keppt er við ríkisbankann í húsgagnabransanum, þ.e. Pennann. Ég ætla hinsvegar ekki að kaupa opnu, ég þarf nefnilega að selja rosalega margar bækur til þess að greiða það. Auk þess er hætta á að Eymundsson (Arion banki) væri með þrjár aðrar opnur með bókaauglýsingum í sama blaði. Starfsmaður í Máli og menningu hringdi í vikunni í Félag íslenskra bókaútgefenda og óskaði eftir því að fá fleiri ávísanir til að gauka að okkar viðskiptavinum ef þau skyldu gleyma sínum. Sá sem svaraði fyrir Félagið brást illa við og sagði að ef viðskiptavinir væru ekki með ávísun þá ættum við að benda þeim að kvarta í Íslandspósti. Þar liggur munurinn; fólk getur fengið ávísun í næsta útibúi Eymundsson eða Arion banka en við bendum okkar kúnnum á að kvarta í Póstinum. Jæja, eftir stendur að ég er kannski stimplaður sem fúli gaurinn eftir þessa litlu grein, ég sem er á móti öllu og neikvæður, og það nennir enginn að versla af fúla gaurnum! En ég er það bara alls ekki, ég er ekki fúli gaurinn og ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LESA GREININA MEÐ RÖDD FÚLA GAURSINS. Ég er bara yfirleitt í góðu skapi, mér finnst frábært að vinna í Máli og menningu, þar er gott starfsfólk, við eigum sem betur fer mjög marga og góða viðskiptavini og við reynum bara eftir fremsta megni að hugsa um þá sem labba inn í búð til okkar og þjónusta þá eftir fremsta megni. Annars hvet ég alla landsmenn til að nýta sér ávísunina. Lestur bóka er vissulega af hinu góða og þörf að sýna góða fyrirmynd í lestri þegar kemur að ungdómnum. Það má samt alveg fara að rétta myndina, þetta er óeðlilegt viðskiptaumhverfi og í þetta skipti er Félag íslenskra bókaútgefenda svo sannarlega ekki að hjálpa til við að laga skekkjuna! Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og almennt næs gaur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar