Vika bankabókarinnar Kristján Freyr Halldórsson skrifar 30. apríl 2012 16:53 Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf. Nei, æææi. Ég er bara orðinn svo þreyttur á svona skrifum eða tali um nýja Ísland, kreppuna, horfum fram á við en ekki í baksýnisspegilinn, afskriftir allra sem skulduðu ógeeðslega mikið af peningum og á sama tíma að horfa á núðluuppskriftir þeirra sem skulduðu ekki nægilega mikið. Ókei, sorrí. En ég er semsagt bóksali og er að fagna Viku bókarinnar um þessar mundir. Við erum ca. 12-14 manns sem vinnum í Bókabúð Máls og menningar og eigum örugglega það helst sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir bókum. Í Viku bókarinnar er mikið um nýja útgáfu, það er vor í lofti og Félag íslenskra bókaútgefenda sendir öllum heimilum á landinu "ávísun á lestur" inn um lúguna. Það er skemmtilegt og flott framtak, þar sem fólk getur framvísað ávísuninni í næstu bókabúð og fengið um 1.000 kr. Afslátt. Svokölluð Þjóðargjöf. En í ár var var gleðin hálfpartinn tekin af manni við þetta fyrirkomulag. Sko, eins og þið vitið þá er einn ráðandi bóksali á landinu sem heitir Penninn/Eymundsson. Það fyrirtæki er undir hatti Arion banka. Þið vissuð þetta svo sem. Eða hvað, vita þetta ekki allir? Penninn og þ.a.l. Eymundson hefur verið í eigu Arion banka frá því að fyrirtækið fór á hausinn. Ég vann sko hjá Pennanum einu sinni, Penninn nefnilega keypti Mál og menningu á sínum tíma, og það er rosalega mikið af góðu fólki sem vinnur þar. En málið snýst ekki um það svo sem, Penninn er í söluferli og kannski breytist eitthvað. En nú hefur Félag íslenskra bókaútgefenda nefnilega nána samvinnu við Arion banka um Viku bókarinnar, þ.e. Arion banki sér um alla umsýslu við ávísanirnar og m.a.s. getur fólk sótt fleiri ávísanir í næsta útibú bankans. Í Fréttablaðinu á dögunum mátti glöggt sjá að Eymundsson (Arion banki) hefur náð að eigna sér Viku bókarinnar. Eymundsson auglýsti að fólk gæti nálgast ávísanir í öllum verslunum sínum um land allt. Hið títtnefnda Félag íslenskra bókaútgefenda sendi þó mann út af örkinni með 20-30 stk af ávísunum til okkar í Mál og menningu, svona ef vera skyldi að einhver skyldi nú villast inn til okkar til að taka þátt í "Viku bankabókarinnar". Æji, plís. Vá hvað þetta er leiðinlegt bréf hjá mér. EN samt. Á maður bara alltaf að þegja og bíða bara og horfa á? Húsgagnaframleiðendur auglýstu í opnu síðasta haust en þeir hafa margir hverjir þurft að líða verulega skakka mynd þegar keppt er við ríkisbankann í húsgagnabransanum, þ.e. Pennann. Ég ætla hinsvegar ekki að kaupa opnu, ég þarf nefnilega að selja rosalega margar bækur til þess að greiða það. Auk þess er hætta á að Eymundsson (Arion banki) væri með þrjár aðrar opnur með bókaauglýsingum í sama blaði. Starfsmaður í Máli og menningu hringdi í vikunni í Félag íslenskra bókaútgefenda og óskaði eftir því að fá fleiri ávísanir til að gauka að okkar viðskiptavinum ef þau skyldu gleyma sínum. Sá sem svaraði fyrir Félagið brást illa við og sagði að ef viðskiptavinir væru ekki með ávísun þá ættum við að benda þeim að kvarta í Íslandspósti. Þar liggur munurinn; fólk getur fengið ávísun í næsta útibúi Eymundsson eða Arion banka en við bendum okkar kúnnum á að kvarta í Póstinum. Jæja, eftir stendur að ég er kannski stimplaður sem fúli gaurinn eftir þessa litlu grein, ég sem er á móti öllu og neikvæður, og það nennir enginn að versla af fúla gaurnum! En ég er það bara alls ekki, ég er ekki fúli gaurinn og ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LESA GREININA MEÐ RÖDD FÚLA GAURSINS. Ég er bara yfirleitt í góðu skapi, mér finnst frábært að vinna í Máli og menningu, þar er gott starfsfólk, við eigum sem betur fer mjög marga og góða viðskiptavini og við reynum bara eftir fremsta megni að hugsa um þá sem labba inn í búð til okkar og þjónusta þá eftir fremsta megni. Annars hvet ég alla landsmenn til að nýta sér ávísunina. Lestur bóka er vissulega af hinu góða og þörf að sýna góða fyrirmynd í lestri þegar kemur að ungdómnum. Það má samt alveg fara að rétta myndina, þetta er óeðlilegt viðskiptaumhverfi og í þetta skipti er Félag íslenskra bókaútgefenda svo sannarlega ekki að hjálpa til við að laga skekkjuna! Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og almennt næs gaur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf. Nei, æææi. Ég er bara orðinn svo þreyttur á svona skrifum eða tali um nýja Ísland, kreppuna, horfum fram á við en ekki í baksýnisspegilinn, afskriftir allra sem skulduðu ógeeðslega mikið af peningum og á sama tíma að horfa á núðluuppskriftir þeirra sem skulduðu ekki nægilega mikið. Ókei, sorrí. En ég er semsagt bóksali og er að fagna Viku bókarinnar um þessar mundir. Við erum ca. 12-14 manns sem vinnum í Bókabúð Máls og menningar og eigum örugglega það helst sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir bókum. Í Viku bókarinnar er mikið um nýja útgáfu, það er vor í lofti og Félag íslenskra bókaútgefenda sendir öllum heimilum á landinu "ávísun á lestur" inn um lúguna. Það er skemmtilegt og flott framtak, þar sem fólk getur framvísað ávísuninni í næstu bókabúð og fengið um 1.000 kr. Afslátt. Svokölluð Þjóðargjöf. En í ár var var gleðin hálfpartinn tekin af manni við þetta fyrirkomulag. Sko, eins og þið vitið þá er einn ráðandi bóksali á landinu sem heitir Penninn/Eymundsson. Það fyrirtæki er undir hatti Arion banka. Þið vissuð þetta svo sem. Eða hvað, vita þetta ekki allir? Penninn og þ.a.l. Eymundson hefur verið í eigu Arion banka frá því að fyrirtækið fór á hausinn. Ég vann sko hjá Pennanum einu sinni, Penninn nefnilega keypti Mál og menningu á sínum tíma, og það er rosalega mikið af góðu fólki sem vinnur þar. En málið snýst ekki um það svo sem, Penninn er í söluferli og kannski breytist eitthvað. En nú hefur Félag íslenskra bókaútgefenda nefnilega nána samvinnu við Arion banka um Viku bókarinnar, þ.e. Arion banki sér um alla umsýslu við ávísanirnar og m.a.s. getur fólk sótt fleiri ávísanir í næsta útibú bankans. Í Fréttablaðinu á dögunum mátti glöggt sjá að Eymundsson (Arion banki) hefur náð að eigna sér Viku bókarinnar. Eymundsson auglýsti að fólk gæti nálgast ávísanir í öllum verslunum sínum um land allt. Hið títtnefnda Félag íslenskra bókaútgefenda sendi þó mann út af örkinni með 20-30 stk af ávísunum til okkar í Mál og menningu, svona ef vera skyldi að einhver skyldi nú villast inn til okkar til að taka þátt í "Viku bankabókarinnar". Æji, plís. Vá hvað þetta er leiðinlegt bréf hjá mér. EN samt. Á maður bara alltaf að þegja og bíða bara og horfa á? Húsgagnaframleiðendur auglýstu í opnu síðasta haust en þeir hafa margir hverjir þurft að líða verulega skakka mynd þegar keppt er við ríkisbankann í húsgagnabransanum, þ.e. Pennann. Ég ætla hinsvegar ekki að kaupa opnu, ég þarf nefnilega að selja rosalega margar bækur til þess að greiða það. Auk þess er hætta á að Eymundsson (Arion banki) væri með þrjár aðrar opnur með bókaauglýsingum í sama blaði. Starfsmaður í Máli og menningu hringdi í vikunni í Félag íslenskra bókaútgefenda og óskaði eftir því að fá fleiri ávísanir til að gauka að okkar viðskiptavinum ef þau skyldu gleyma sínum. Sá sem svaraði fyrir Félagið brást illa við og sagði að ef viðskiptavinir væru ekki með ávísun þá ættum við að benda þeim að kvarta í Íslandspósti. Þar liggur munurinn; fólk getur fengið ávísun í næsta útibúi Eymundsson eða Arion banka en við bendum okkar kúnnum á að kvarta í Póstinum. Jæja, eftir stendur að ég er kannski stimplaður sem fúli gaurinn eftir þessa litlu grein, ég sem er á móti öllu og neikvæður, og það nennir enginn að versla af fúla gaurnum! En ég er það bara alls ekki, ég er ekki fúli gaurinn og ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LESA GREININA MEÐ RÖDD FÚLA GAURSINS. Ég er bara yfirleitt í góðu skapi, mér finnst frábært að vinna í Máli og menningu, þar er gott starfsfólk, við eigum sem betur fer mjög marga og góða viðskiptavini og við reynum bara eftir fremsta megni að hugsa um þá sem labba inn í búð til okkar og þjónusta þá eftir fremsta megni. Annars hvet ég alla landsmenn til að nýta sér ávísunina. Lestur bóka er vissulega af hinu góða og þörf að sýna góða fyrirmynd í lestri þegar kemur að ungdómnum. Það má samt alveg fara að rétta myndina, þetta er óeðlilegt viðskiptaumhverfi og í þetta skipti er Félag íslenskra bókaútgefenda svo sannarlega ekki að hjálpa til við að laga skekkjuna! Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og almennt næs gaur.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar