Verður fiskur veiddur áfram? 30. maí 2012 11:00 Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett fram af þáverandi valdhöfum svo hámarka mætti nýtingu þessara gæða svo úr yrðu sem mest verðmæti. Núverandi valdhöfum hugnast hins vegar ekki sú aðferðarfræði og telja að slík gæði beri að skammta jafnt. Hvað rétt er í þeim efnum skal ég ekki segja, en í allri þessari umræðu virðast þau sjónarmið koma fram í umræðunni að sjómenn og þeir sem þjónusta sjávarútveginn telja gríðarlegt óvissuástand vera uppi um framtíð þeirra þar sem líklegt þykir að sumir atvinnurekendur sem fjárfest hafa í veiðiheimildum séu líklegir til að þola ekki fyrirhugaðar breytingar. Þessar raddir eiga allar það sameiginlegt að það eru vinnuveitendur þeirra sem munu bera skerðingarnar og ljóst er að framtíðaráform þeirra eru óljós. Eitt skulum við þó hafa á hreinu. Á Íslandsmiðum verða stundaðar fiskveiðar áfram um ókomna tíð. Ef við umgöngumst þessa sameiginlegu auðlind okkar af ábyrgð verða alltaf til störf fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki. Óvissan sem blasir við vinnuveitendunum er því í raun ekki þeirra sem starfa í þeirra þágu, heldur þeirra sem sitja í húsbóndastólnum. Sú skyldurækni sem margir sýna núverandi húsbændum er merki um að vissara sé að sýna þeim sem situr í stólnum tilhlýðilegan stuðning á meðan óvissan ríkir, því ef hann situr áfram er gott að hafa hann á sínu bandi. Þær áhyggjur sem margir stuðningsmenn virðast hafa í fjölmiðlum, sem hafa í raun engra raunverulegra hagsmuna að gæta, nema að tryggja starfsöryggi sitt ef húsbóndinn heldur velli eru til marks um óttastjórnun þeirra sem vissulega hafa tekið þátt í að hámarka gæðin og myndað verðmætin sem þeir sitja nú um og vilja njóta afraksturs erfiðisins. Hér nota menn rök Pascals um að vissara sé að hugnast æðri völdum ef þau eru raunverulega til. Höfum það hugfast að sama hver niðurstaðan verður um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar verður þá ættu þeir sem í raun hafa engra raunverulegra hagsmuna að gæta, ekki að þurfa búa við slíkan ótta. Umræðan sem virðist snúast um að atvinnuleysi blasi við sjómönnum og þeim sem þjónusta sjávarútveginn er að mínu mati úr lausu lofti gripin. Réttast væri að þeir sem eiga þennan slag, taki hann sjálfir og neyði ekki undirmenn sína á sitt band. Fiskurinn fer ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett fram af þáverandi valdhöfum svo hámarka mætti nýtingu þessara gæða svo úr yrðu sem mest verðmæti. Núverandi valdhöfum hugnast hins vegar ekki sú aðferðarfræði og telja að slík gæði beri að skammta jafnt. Hvað rétt er í þeim efnum skal ég ekki segja, en í allri þessari umræðu virðast þau sjónarmið koma fram í umræðunni að sjómenn og þeir sem þjónusta sjávarútveginn telja gríðarlegt óvissuástand vera uppi um framtíð þeirra þar sem líklegt þykir að sumir atvinnurekendur sem fjárfest hafa í veiðiheimildum séu líklegir til að þola ekki fyrirhugaðar breytingar. Þessar raddir eiga allar það sameiginlegt að það eru vinnuveitendur þeirra sem munu bera skerðingarnar og ljóst er að framtíðaráform þeirra eru óljós. Eitt skulum við þó hafa á hreinu. Á Íslandsmiðum verða stundaðar fiskveiðar áfram um ókomna tíð. Ef við umgöngumst þessa sameiginlegu auðlind okkar af ábyrgð verða alltaf til störf fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki. Óvissan sem blasir við vinnuveitendunum er því í raun ekki þeirra sem starfa í þeirra þágu, heldur þeirra sem sitja í húsbóndastólnum. Sú skyldurækni sem margir sýna núverandi húsbændum er merki um að vissara sé að sýna þeim sem situr í stólnum tilhlýðilegan stuðning á meðan óvissan ríkir, því ef hann situr áfram er gott að hafa hann á sínu bandi. Þær áhyggjur sem margir stuðningsmenn virðast hafa í fjölmiðlum, sem hafa í raun engra raunverulegra hagsmuna að gæta, nema að tryggja starfsöryggi sitt ef húsbóndinn heldur velli eru til marks um óttastjórnun þeirra sem vissulega hafa tekið þátt í að hámarka gæðin og myndað verðmætin sem þeir sitja nú um og vilja njóta afraksturs erfiðisins. Hér nota menn rök Pascals um að vissara sé að hugnast æðri völdum ef þau eru raunverulega til. Höfum það hugfast að sama hver niðurstaðan verður um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar verður þá ættu þeir sem í raun hafa engra raunverulegra hagsmuna að gæta, ekki að þurfa búa við slíkan ótta. Umræðan sem virðist snúast um að atvinnuleysi blasi við sjómönnum og þeim sem þjónusta sjávarútveginn er að mínu mati úr lausu lofti gripin. Réttast væri að þeir sem eiga þennan slag, taki hann sjálfir og neyði ekki undirmenn sína á sitt band. Fiskurinn fer ekki neitt.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar