Þingræðið og meint málþóf Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 30. maí 2012 11:00 Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. Sjálft þingræðið er í hættu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Undir þetta tók formaður vinstri grænna um helgina og býsnaðist mjög mæðulega yfir því hversu ómöguleg núverandi stjórnarandstaða væri – hún væri meira að segja búin að breyta og eyðileggja gamla góða málþófið sem hann þekkti svo vel. Svo talaði hann um bústörf og grásleppuvertíðir og að engum heilvita manni dytti í hug að stinga af í miðri uppskeru eða sleppa því að vitja neta sinna. Umrætt ákvæði þingskapa sem ekki hefur verið notað í áratugi, er neyðarhemill. Honum var ekki beitt í umræðunni um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki í umræðum um Kárahnjúkavirkjun, fjölmiðlalög, samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði eða Icesave, svo nokkur dæmi í þingsögunni séu nefnd. En nú er sum sé tilefni til að dusta af því rykið því hin óbilgjarna stjórnarandstaða kann ekki með málfrelsið að fara. Það er rétt að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að klára mörg mál á þessu þingi. Og það er alveg rétt hjá Steingrími ráðherra að það ætti að vera komið að uppskerutíð – svona miðað við árstíma. En bóndasonur að norðan ætti jafnframt að vita að ef menn plægja ekki akurinn og sá ekki í tæka tíð verður engin uppskera. Ráðherra sjávarútvegsmála veit líka fullvel að það þýðir ekkert að vitja neta sem ekki hafa verið lögð. Og þannig er staðan í þinginu. Ríkisstjórnin kom seint fram með illa undirbúin mál sem mörg hver átti eftir að ná samkomulagi um milli stjórnarflokkanna og fylgihreyfinga hennar. Til viðbótar hefur hvert átakamálið af öðru verið sett í forgang – breytingar á stjórnarráðinu, stjórnarskránni, Vaðlaheiðargöng – og þannig tafið allan eðlilegan framgang annarra mála. Að ekki sé minnst á risavöxnu málin, sjávarútvegsfrumvörpin tvö og rammaáætlun, sem enn eru í vinnslu í nefndum Alþingis nú í upphafi þeirrar viku sem samkvæmt starfsáætlun á að vera lokavika þingsins. Það er því í senn kjánalegt og verulega umhugsunarvert að forystumenn vinstri grænna skuli láta sér detta það í hug að fara fram á að neyðarhemli þingskapanna verði beitt við núverandi aðstæður. Ekki síst þegar sagan og tölurnar eru skoðaðar. Steingrímur Joð sem kveinkar sér undan „nýrri gerð málþófs", þar sem athugasemdir hafa tekið við af löngum ræðum, á nefnilega öll met sem til eru í ræðumennsku á Alþingi, fyrir utan lengstu samfelldu ræðuna, en þar á metið félagi hans í ríkisstjórninni, Jóhanna Sigurðardóttir. Sú sem þetta ritar hefur ekki roð við stjórnarandstæðingnum Steingrími sem í 18 ára stjórnarandstöðutíð sinni hélt að meðaltali ræður í tæplega 30 klst. á hverju þingi og gerði að meðaltali athugasemdir í 5 klst. Toppnum náði hann 1992 þegar hann talaði í tæplega 50 klst. á einu og sama þinginu og gerði athugasemdir í rúmlega 5 klst. Til samanburðar hefur undirrituð haldið ræður á yfirstandandi þingi í rúmar 6 klst. og gert athugasemdir í rúmar 4 klst. Athugasemdir stjórnarandstæðingsins Steingríms hafa yfirleitt tekið lengri tíma en ræðuhöld undirritaðrar. Það setur að mér hroll við að upplifa það að stjórnvöldum skuli í alvörunni koma það til hugar að takmarka málfrelsi þingmanna til þess að leysa heimatilbúið vandamál ósamstæðrar ríkisstjórnar. Ég hélt satt að segja að það gerðist bara í öðrum löndum, löndum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. Sjálft þingræðið er í hættu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Undir þetta tók formaður vinstri grænna um helgina og býsnaðist mjög mæðulega yfir því hversu ómöguleg núverandi stjórnarandstaða væri – hún væri meira að segja búin að breyta og eyðileggja gamla góða málþófið sem hann þekkti svo vel. Svo talaði hann um bústörf og grásleppuvertíðir og að engum heilvita manni dytti í hug að stinga af í miðri uppskeru eða sleppa því að vitja neta sinna. Umrætt ákvæði þingskapa sem ekki hefur verið notað í áratugi, er neyðarhemill. Honum var ekki beitt í umræðunni um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki í umræðum um Kárahnjúkavirkjun, fjölmiðlalög, samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði eða Icesave, svo nokkur dæmi í þingsögunni séu nefnd. En nú er sum sé tilefni til að dusta af því rykið því hin óbilgjarna stjórnarandstaða kann ekki með málfrelsið að fara. Það er rétt að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að klára mörg mál á þessu þingi. Og það er alveg rétt hjá Steingrími ráðherra að það ætti að vera komið að uppskerutíð – svona miðað við árstíma. En bóndasonur að norðan ætti jafnframt að vita að ef menn plægja ekki akurinn og sá ekki í tæka tíð verður engin uppskera. Ráðherra sjávarútvegsmála veit líka fullvel að það þýðir ekkert að vitja neta sem ekki hafa verið lögð. Og þannig er staðan í þinginu. Ríkisstjórnin kom seint fram með illa undirbúin mál sem mörg hver átti eftir að ná samkomulagi um milli stjórnarflokkanna og fylgihreyfinga hennar. Til viðbótar hefur hvert átakamálið af öðru verið sett í forgang – breytingar á stjórnarráðinu, stjórnarskránni, Vaðlaheiðargöng – og þannig tafið allan eðlilegan framgang annarra mála. Að ekki sé minnst á risavöxnu málin, sjávarútvegsfrumvörpin tvö og rammaáætlun, sem enn eru í vinnslu í nefndum Alþingis nú í upphafi þeirrar viku sem samkvæmt starfsáætlun á að vera lokavika þingsins. Það er því í senn kjánalegt og verulega umhugsunarvert að forystumenn vinstri grænna skuli láta sér detta það í hug að fara fram á að neyðarhemli þingskapanna verði beitt við núverandi aðstæður. Ekki síst þegar sagan og tölurnar eru skoðaðar. Steingrímur Joð sem kveinkar sér undan „nýrri gerð málþófs", þar sem athugasemdir hafa tekið við af löngum ræðum, á nefnilega öll met sem til eru í ræðumennsku á Alþingi, fyrir utan lengstu samfelldu ræðuna, en þar á metið félagi hans í ríkisstjórninni, Jóhanna Sigurðardóttir. Sú sem þetta ritar hefur ekki roð við stjórnarandstæðingnum Steingrími sem í 18 ára stjórnarandstöðutíð sinni hélt að meðaltali ræður í tæplega 30 klst. á hverju þingi og gerði að meðaltali athugasemdir í 5 klst. Toppnum náði hann 1992 þegar hann talaði í tæplega 50 klst. á einu og sama þinginu og gerði athugasemdir í rúmlega 5 klst. Til samanburðar hefur undirrituð haldið ræður á yfirstandandi þingi í rúmar 6 klst. og gert athugasemdir í rúmar 4 klst. Athugasemdir stjórnarandstæðingsins Steingríms hafa yfirleitt tekið lengri tíma en ræðuhöld undirritaðrar. Það setur að mér hroll við að upplifa það að stjórnvöldum skuli í alvörunni koma það til hugar að takmarka málfrelsi þingmanna til þess að leysa heimatilbúið vandamál ósamstæðrar ríkisstjórnar. Ég hélt satt að segja að það gerðist bara í öðrum löndum, löndum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun