Erlent

Hryllingur í Mexíkó

Frá borginni Nuevo Laredo í dag.
Frá borginni Nuevo Laredo í dag. mynd/AFP
Fjórtán höfuðlaus lík fundust í flutningabifreið í mexíkósku borginni Nuevo Laredo í gær.

Höfuðunum var komið fyrir í kæliboxum og þau skilin eftir fyrir utan skrifstofu borgarstjórans en níu klukkustundum áður voru lík fjögurra kvenna og fimm karla hengd á brú þar í grennd.

Ódæðisverkin eru rakin til deilna tveggja eiturlyfjagengja.

Stríð þeirra hefur kostað fjölda manns lífið að undanförnu, þar á meðal tvo fréttaljósmyndara en lík þeirra fundust sundurlimuð í fyrradag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×