Erlent

Meðferðarstofnun brann í Perú

mynd/AFP
Að minnsta kosti 14 létust þegar eldur kom upp í meðferðarstofnun í Lima, höfuðborg Perú, fyrr í dag. Aðeins einn komst lífs af.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem meðferðarstofnun brennur í landinu en allt létust 27 þegar slík stofnun varð eldi að bráð í janúar á þessu ári.

Í kjölfar brunans var kallað eftir úrbótum á aðstæðum meðferðarstofnana í landinu.

Eldsvoðin í dag átti sér stað í Chosica hverfinu - 30 kílómetrum austan við Lima.

Eldurinn dreifðist um bygginguna á örskotsstundu. Flestir hinna látnu voru á efri hæð hússins en allar hurðir voru læstar í byggingunni og rimlar voru fyrir gluggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×