Eðli stjórnmálanna Haukur Sigurðsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Nú þegar enn ein breyting hefur orðið á ríkisstjórn Íslands er eðlilegt að horfa fram á veginn og huga að þeim starfsháttum sem nauðsynlegt er að hafa í heiðri og láta fram ganga. Þeir sem veljast til forystu á þessu sviði vilja án efa láta gott af sér leiða og ná árangri. Stjórnmál eru í eðli sínu samstarfsmál, þar eru margir kvaddir til, bæði þeir sem hafa atvinnu af stjórnmálum, einnig áhugafólk og aðilar ákveðinna hagsmuna. Þarna er kjörinn vettvangur til að þróa samræður þar sem leitað er lausna. Til að slíkt lukkist þurfa markmið að vera skýr og vinnuferli sem allir samþykkja. Um leið og verksvið ráðherra færist út og þeir hafa fleiri svið undir höndum þurfa þeir að endurskoða vinnulag og laga það að víðfeðmu starfssviði. Þeir munu ekki geta náð yfir málefnin nema með nánu samstarfi þeirra ráðuneyta sem hver og einn hafði áður. Um leið dregur vonandi úr hagsmunagæslu samtaka, enda hafa samtök í landbúnaði og sjávarútvegi varað við þeirri sameiningu ráðuneyta sem nú er að komast í framkvæmd. Stærri einingar kalla á faglegri vinnubrögð en verið hafa. Æskilegt er að þróunin geti orðið sú að landið verði eitt kjördæmi, ekkert svæði landsins verði afskipt og þingmenn líti á sig sem fulltrúa alls landsins en ekki ákveðinna svæða. Við þurfum að komast af stigi persónustjórnmála og á stig samstöðustjórnmála. Með hugtakinu persónustjórnmál á ég við að hver og einn sem fengið hefur ábyrgðarhlutverk í stjórnmálum vinnur að þeim og metur frá sínum sjónarhóli. Sjónarhólarnir eru nefnilega margir og hinir ábyrgu þyrftu að geta komist á þá sem flesta. Þegar þátttakendur sjá að þeirra stefna nær ekki öll að ganga fram þar sem þeir starfa með öðrum flokki verða þeir að láta samstöðustjórnmál taka við. Þegar svo verður hætta menn að litast um eingöngu innan síns flokks og átta sig á að nýtt afl verður til með samstöðu flokka sem telja sig geta tekist á við verkefni með nýjum hætti, betur en hver flokkur fyrir sig hefur í stefnuskrá sinni. Með slíkri samstöðu verður til hollusta sem aldrei kemur fram í persónustjórnmálum. Eftir hrun hafa margir vonað að nýr hugsunarháttur í stjórnmálum taki við. Svo hefur ekki orðið og myndin af Alþingi í hugum fólks er eins og hún getur döprust orðið. Það ætti að vera áramótaheit þingmanna að taka upp ný vinnubrögð, vinna að málefnum til að leysa þvert á flokka ef eðli málanna kallar á það. Það hefur örlað á þessu í vetur. Getur ekki vinna að nýrri stjórnarskrá orðið nýtt upphaf? Ekki geta þingmenn unað því að tíundi hver landi sé ánægður með starf þingmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú þegar enn ein breyting hefur orðið á ríkisstjórn Íslands er eðlilegt að horfa fram á veginn og huga að þeim starfsháttum sem nauðsynlegt er að hafa í heiðri og láta fram ganga. Þeir sem veljast til forystu á þessu sviði vilja án efa láta gott af sér leiða og ná árangri. Stjórnmál eru í eðli sínu samstarfsmál, þar eru margir kvaddir til, bæði þeir sem hafa atvinnu af stjórnmálum, einnig áhugafólk og aðilar ákveðinna hagsmuna. Þarna er kjörinn vettvangur til að þróa samræður þar sem leitað er lausna. Til að slíkt lukkist þurfa markmið að vera skýr og vinnuferli sem allir samþykkja. Um leið og verksvið ráðherra færist út og þeir hafa fleiri svið undir höndum þurfa þeir að endurskoða vinnulag og laga það að víðfeðmu starfssviði. Þeir munu ekki geta náð yfir málefnin nema með nánu samstarfi þeirra ráðuneyta sem hver og einn hafði áður. Um leið dregur vonandi úr hagsmunagæslu samtaka, enda hafa samtök í landbúnaði og sjávarútvegi varað við þeirri sameiningu ráðuneyta sem nú er að komast í framkvæmd. Stærri einingar kalla á faglegri vinnubrögð en verið hafa. Æskilegt er að þróunin geti orðið sú að landið verði eitt kjördæmi, ekkert svæði landsins verði afskipt og þingmenn líti á sig sem fulltrúa alls landsins en ekki ákveðinna svæða. Við þurfum að komast af stigi persónustjórnmála og á stig samstöðustjórnmála. Með hugtakinu persónustjórnmál á ég við að hver og einn sem fengið hefur ábyrgðarhlutverk í stjórnmálum vinnur að þeim og metur frá sínum sjónarhóli. Sjónarhólarnir eru nefnilega margir og hinir ábyrgu þyrftu að geta komist á þá sem flesta. Þegar þátttakendur sjá að þeirra stefna nær ekki öll að ganga fram þar sem þeir starfa með öðrum flokki verða þeir að láta samstöðustjórnmál taka við. Þegar svo verður hætta menn að litast um eingöngu innan síns flokks og átta sig á að nýtt afl verður til með samstöðu flokka sem telja sig geta tekist á við verkefni með nýjum hætti, betur en hver flokkur fyrir sig hefur í stefnuskrá sinni. Með slíkri samstöðu verður til hollusta sem aldrei kemur fram í persónustjórnmálum. Eftir hrun hafa margir vonað að nýr hugsunarháttur í stjórnmálum taki við. Svo hefur ekki orðið og myndin af Alþingi í hugum fólks er eins og hún getur döprust orðið. Það ætti að vera áramótaheit þingmanna að taka upp ný vinnubrögð, vinna að málefnum til að leysa þvert á flokka ef eðli málanna kallar á það. Það hefur örlað á þessu í vetur. Getur ekki vinna að nýrri stjórnarskrá orðið nýtt upphaf? Ekki geta þingmenn unað því að tíundi hver landi sé ánægður með starf þingmanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar