Innlent

Meira en 1000 dýr verða felld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrsti hreindýrstarfurinn náðist strax á miðnætti en veiðitímabilið hófst í gær. Hann vóg 100 kíló og var skotinn á 50 metra færi í Breiðdal, að því er fram kemur í frétt á vef Austurgluggans. Eiður Gísli Guðmundsson var leiðsögumaður. Allnokkrir veiðimenn fóru strax til veiða.

Veiðitímabilið stendur fram í miðjan september en fyrstu tvær vikurnar er aðeins heimilt að fella tarfa. Þann 1. ágúst næstkomandi verður svo heimilt að veiða kýr. Heimilt er að veiða samtals 1.009 dýr og skiptist þannig eftir kynjum, að heimilt verður að veiða 421 tarf og 588 kýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×